Dagskrá málþings um intersex málefni

Íslandsdeild Amnesty International minnir á málþing um mannréttindi intersex fólk Ný nálgun til framtíðar sem fram fer á morgun, laugardaginn 17. febrúar frá kl. 12-16 í stofu 132 í háskólabyggingunni Öskju, Sturlugötu 7. 

Íslandsdeild Amnesty International minnir á málþing um mannréttindi intersex fólk Ný nálgun til framtíðar sem fram fer á morgun, laugardaginn 17. febrúar frá kl. 12-16 í stofu 132 í háskólabyggingunni Öskju, Sturlugötu 7. Málþingið leitast
við

varpa ljósi á stöðuna á Íslandi í dag, þær framfarir sem nú eiga sér stað í málefnum intersex fólks víðs vegar um heim og hvaða
aðgerða sé þörf hér á landi til að fulltryggja mannréttindi intersex fólks.Sérstakir gestir á málþinginu verða: •  Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi
hinsegin fólks (e. General rapporteur on the rights of LGBTI people) og höfundur skýrslu ráðsins um
mannréttindi intersex fólks.•  Ruth Baldacchino, formaður ILGA-World, alþjóðasamtaka hinsegin fólks og stjórnandi intersex mannréttindasjóðs Astraea – Réttlætissjóðs lesbía. Hán lék
lykilhlutverk í setningu fremstu löggjafar í heimi um réttindi trans og
intersex fólks sem var lögfest á Möltu árið 2015.•  Laura Carter, rannsakandi og sérfræðingur í hinsegin málefnum hjá Amnesty International. Hún vann skýrslu Amnesty „First, Do No Harm“ um stöðu intersex fólks í heilbrigðiskerfum Danmerkur og Þýskalands.Að málþinginu standa:Intersex Ísland – félag intersex fólks á ÍslandiSamtökin 78 – félag hinsegin fólks á ÍslandiÍslandsdeild Amnesty InternationalMannréttindaskrifstofa Íslands
Dagskrá málþingsins er sem hér segir:

.