Þann 13. febrúar síðastliðinn baðst Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, formlega afsökunar á framferði ástralska stjórnvalda í garð frumbyggja af hinni svokölluðu „stolnu“ kynslóð.
Þann 13. febrúar síðastliðinn baðst Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, formlega afsökunar á framferði ástralska stjórnvalda í garð frumbyggja af hinni svokölluðu „stolnu“ kynslóð. Ræðunni var sjónvarpað beint í borgum víðsvegar um Ástralíu. Ræðunni hefur verið líst sem merkri stund í ástralskri sögu.
Talsmaður Amnesty International sagði að samtökin hefðu tekið afar vel í ákvörðun áströlsku ríkisstjórnarinnar að birta formlega afsökunarbeiðni.
„Við vonumst til að þessi ræða marki táknrænan endi á hörmulegri sögu illrar meðferðar á börnum frumbyggja, og fyrsta skrefið í átt að umræðu um þau alvarlegu mannréttindabrot sem frumbyggjar Ástralíu búa við á hverjum degi“ segir Rodney Dillon, herferðastjóri Ástralíudeildar Amnesty International.
Rodney Dillon herferðarstjóri hjá áströlsku deild Amnesty International
„Afsökunarbeiðnin mun hjálpa til við að efla virðingu í samskiptum milli frumbyggja og annarra íbúa Ástralíu. En gagnkvæmur skilningur og virðing er nauðsynleg undirstaða þess að sættir geti náðst.“
Amnesty International hvetur ennfremur áströlsk stjórnvöld til að framkvæma þær tillögur til sátta og úrbóta sem fram komu í skýrslu Nefndar um mannréttindi og jöfn tækifæri, (The Human Rights and Equal Opportunity Commission). Skýrslan bar heitið Bringing them Home og fjallaði um rannsóknir á brottnámi frumbyggjabarna frá fjölskyldum sínum á síðustu öld. Í skýrslunni kemur fram að nauðsynlegt er að tryggja að slík brot endurtaki sig ekki og að komið verði til móts við fórnarlömb voðaverkanna með bótum. Í skýrslunni sem er frá árinu 1997 koma jafnframt fram 54 tillögur um úrbætur til fórnarlamba mannréttindabrotanna. Í skýrslunni kemur m.a fram að eitt til þrjú af hverjum tíu börnum frá Torres Strait eyjunum voru numin brott á árunum milli 1910 og 1970. Mörg barnanna voru beitt kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi.
Starfsmenn og félagar Amnesty International tóku þátt í hátíðarhöldum víðsvegar um Ástralíu til að sýna samstöðu með öllum frumbyggjum landsins.
