Hvíta-Rússland: Blaðamanni sleppt úr fangelsi

Fyrrum aðstoðarritstjóra hvítrússnesks dagblaðs hefur verið sleppt úr fangelsi fyrr en til stóð. Þann 22. febrúar 2008 mildaði hæstiréttur Hvíta-Rússlands dóminn yfir Alyaksandr Zdzvizhkou úr þremur árum í þrjá mánuði.

Alyaksandr Zdzvizhkou Fyrrverandi aðstoðarritstjóra hvítrússnesks dagblaðs hefur verið sleppt úr fangelsi fyrr en til stóð. Hinn 22. febrúar 2008 mildaði hæstiréttur Hvíta-Rússlands dóminn yfir Alyaksandr Zdzvizhkou úr þremur árum í þrjá mánuði. Dómur hæstaréttar leiddi til þess að honum var þegar í stað sleppt úr fangelsinu þar sem honum var haldið. Amnesty International hefur fagnað lausn hans en fer fram á að dómnum yfir honum verði hrundið. Alyaksandr Zdzvizhkou, fyrrverandi aðstoðarritstjóri dagblaðsins Zhoda (Í dag), var dæmdur í borgardómi í Minsk 18. janúar 2008. Hann var fundinn sekur um að hafa „hvatt til kynþáttalegs, þjóðernislegs, eða trúarlegs ágreinings eða misklíðar“ samkvæmt grein nr. 130.1 í hegningarlögum Hvíta-Rússlands. Hann var dæmdur fyrir að birta teiknimyndirnar af Múhameð spámanni árið 2006 í grein þar sem sagt var frá mótmælum sem fylgdu í kjölfar birtingu myndanna í Danmörku í september 2005. Amnesty International áleit Alyaksandr Zdzvizhkou samviskufanga sem fangelsaður væri fyrir friðsamlega tjáningu skoðana sinna.