Breska varnarmálaráðuneytið hefur fallist á að greiða bætur til fjölskyldu írasks hótelstarfsmanns, sem lést eftir að hafa verið pyndaður í 36 tíma meðan hann var í haldið breskra hermanna í Basra í Írak.
Baha Mousa
Breska varnarmálaráðuneytið hefur fallist á að greiða bætur til fjölskyldu írasks hótelstarfsmanns, sem lést eftir að hafa verið pyndaður í 36 tíma meðan hann var í haldið breskra hermanna í Basra í Írak.
Greiddar verða nærri þrjár milljónir punda vegna þeirra alvarlegu mannréttindabrota sem hótelstarfsmaðurinn og aðrir, sem voru í varðhaldi á sama tíma, urðu fyrir af hálfu breskra hermanna.
Baha Mousa, 26 ára gamall tveggja barna faðir, dó í september 2003. Krufning leiddi í ljós að hann var með 93 sár á líkamanum. Hópur Íraka sem voru í varðhaldi á sama tíma sættu einnig pyndingum og illri meðferð.
Tilkynnt var fimmtudaginn 10 júlí 2008 að upphæðinni yrði skipt milli fjölskyldu Baha Mousa og níu annarra manna sem sættu varðhaldsvist á sama tíma.
Lögfræðingar er unnu að málinu greindu frá því að faðir Baha Mousa, Daoud Mousa ofursti í írösku lögreglunni, hefði látið eftirfarandi orð falla um bæturnar: „Dauði sonar míns fylgir mér. Bæturnar sem komu í dag munu lina sársaukann nokkuð og hjálpa börnum hans og barnabörnum mínum að koma lífi sínu í lag á ný.“
Amnesty International álítur bæturnar mikilvæga staðfestingu á þeim alvarlegu mannréttindabrotum sem Baha Mousa og þeir sem voru í varðhaldi með honum urðu fyrir og áfanga á þeirri leið að bæta fyrir brotin.
Amnesty International hefur barist fyrir því að bresk stjórnvöld ráðist í ítarlega og óháða rannsókn á máli Baha Mousa og annarra íraskra ríkisborgara sem sættu varðhaldsvist um leið og hann.
Breska varnarmálaráðuneytið tilkynnti loks í maí 2008 að opinber rannsókn yrði gerð. Enn hefur ekki verið greint nánar frá tilhögun rannsóknarinnar.
LESTU MEIRA
UK inquiry into torture and death of Iraqi in UK custody must be independent
