Malasískur yfirréttur hefur skipað að bloggarinn Raja Petra Kamarudin skuli leystur úr haldi vegna þess að handtaka hans braut í bága við stjórnarskrána. Handtakan var gerð á grundvelli öryggislöggjafar landsins.
Malasískur yfirréttur hefur skipað að bloggarinn Raja Petra Kamarudin skuli leystur úr haldi vegna þess að handtaka hans braut í bága við stjórnarskrána. Handtakan var gerð á grundvelli öryggislöggjafar landsins.
Raja Petra er ritstjóri fréttabloggsins Malaysia Today. Hann var handtekinn þann 12. september fyrir að ógna þjóðaröryggi og mögulega að „valda misklíð í samfélagi, sem er grundvallað á mörgum trúarbrögðum og þjóðarbrotum“.
Raja Petra birti greinar sem þóttu móðgandi við múslima og spámanninn Múhameð og töldust vanvirða leiðtoga Malasíu. Greinarnar, sem um ræðir, hétu „Malavar, óvinur íslam“, „Sendum Altantuya morðingjana til helvítis“, „Ég lofa að vera góður og hræsnislaus múslimi“, og „Ekki eru allir Arabar afkomendur spámannsins“.
Raja Petra ræddi við fjölmiðla eftir að honum var sleppt úr haldi og sagði, „ég er mjög glaður að þessu skuli vera lokið. Ég er mjög þreyttur. Úrskurður dómarans sannar að engin ástæða var til að senda mig í fangelsi. Við verðum að berjast af krafti og tryggja að öryggislöggjöfin verði afnumin.“
Dómarinn, Syed Ahmad Helmy, í yfirréttinum í Selangor-ríki, úrskurðaði að innanríkisráðherra Malasíu, Syed Hamid Albar, hefði farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann lét handtaka Raja Petra.
Malasísk stjórnvöld bæði nota og hóta að nota öryggislöggjöfina gegn fólki sem þau telja ógn við þjóðaröryggi, en þeirra á meðal er fólk sem gagnrýnir stjórnvöld og aðrir sem fullyrt er að tengist aðgerðum sem séu „hryðjuverkatengdar“.
Öryggislöggjöfin gerir lögreglu kleift að handtaka einstaklinga sem hún telur hafa gert, eða séu um það bil að fara að gera, eitthvað sem ógni öryggi Malasíu, „lífsnauðsynlegri þjónustu“ eða „efnahagslífi“ (grein 73 (1)b).
Að lokinni 60 daga varðhaldsvist í „rannsóknarskyni“, leyfir öryggislöggjöfin að fólki sé haldið í varðhaldi í allt að tvö ár, sem hægt er að endurnýja endalaust, án þess að fanginn sé ákærður eða leiddur fyrir rétt. Yfir 60 manns eru nú í haldi á grundvelli öryggislöggjafarinnar án ákæru eða réttarhalda.
Lestu meira:
Malaysia: Arrest of blogger highlights continued repression (Public statement, 12 September 2008)
