Góðar fréttir: ákærur felldar niður gegn fjórum baráttumönnum fyrir réttindum frumbyggja í Mexíkó

Yfirvöld í Mexíkó hafa fallið frá ákærum gegn fjórum baráttumönnum fyrir mannréttindum frumbyggja landsins. Þeir hafa setið í fangelsi í hartnær ár í Guerrero-ríki, þrátt fyrir haldlítil sönnunargögn gegn þeim. Búist er við að þeim verði sleppt innan skamms.

Baráttumennirnir fimm fyrir mannréttindum frumbyggja í Mexíkó

Yfirvöld í Mexíkó hafa fallið frá ákærum gegn fjórum baráttumönnum fyrir mannréttindum frumbyggja landsins. Þeir hafa setið í fangelsi í hartnær ár í Guerrero-ríki, þrátt fyrir haldlítil sönnunargögn gegn þeim. Búist er við að þeim verði sleppt innan skamms.

Amnesty International fagnar ákvörðuninni en hvetur yfirvöld til að sleppa þeim fimmta úr haldi, sem situr enn í varðhaldi fyrir upplognar sakir.

Mennirnir fimm eru allir félagar í Me’ phaa frumbyggjasamtökunum (Organización del Pueblo Indígena Me’ phaa, OPIM), sem staðsett eru í Guerrero-ríki. Þeir heita Manuel Cruz, Orlando Manzanarez, Natalio Ortega, Romualdo Santiago og Raúl Hernández. Mennirnir voru handteknir þann 17. apríl 2008 og settir í varðhald. Þeir voru ákærðir fyrir morð. Ákærur á hendur öllum nema Raúl Hernández voru látnar niður falla nýverið vegna skorts á sönnunargögnum.

Amnesty International telur að aldrei hafi verið nægar sannanir til að setja þessa baráttumenn fyrir mannréttindum í varðhald. Fagna ber ákvörðuninni um að sleppa fjórmenningunum. Nú skiptir miklu að binda enda á óréttláta varðhaldsvist og réttarhöld yfir Raúl Hernández.

Tími er til kominn að yfirvöld viðurkenni að málarekstur gegn mönnunum fimm er af pólitískum toga spunninn og grundvallast á ótrúverðugum og skálduðum sönnunargögnum. Ætlunin var að refsa þeim fyrir lögmætt starf í þágu mannréttinda í samfélaginu.

 Mótmæli fyrir utan fangelsið þar sem fimmmenningarnir voru í haldi

Me’ phaa frumbyggjasamtökin voru stofnuð árið 2002 til að verja og vinna að mannréttindum Me’ phaa (Tlapanecas) frumbyggjasamfélagsins í Mexíkó

Um 116.000 Me’ phaa frumbyggjar búa í Guerrero-ríki í Suður-Mexíkó. Þeir búa við einna verst lífskjör allra íbúa landsins.

Amnesty International hefur rannsakað og skráð ítrekaðar árásir og hótanir í garð samtaka frumbyggja í Guerrero-ríki í mörg ár. Nýlega voru ritari og formaður einna slíkra samtaka myrt. Lík þeirra fundust þann 20. febrúar síðastliðinn í Tecoanapa-héraði í Guerrero-ríki.

Lík mannanna tveggja fundust um þrjátíu mínútna bílferð frá þeim stað sem vopnaðir menn rændu þeim sjö dögum áður. Fjölskyldur mannanna hafa borið kennsl á lík þeirra, sem báru greinileg ummerki pyndinga.

LESTU MEIRA 

Indigenous human rights activists unfairly detained in Mexico (News, 12 March 2009)
Mexico: Promoting indigenous rights in Mexico: Me’ phaa Indigenous People’s Organization (Case Sheet, 9 October 2008)