Stuðningur félaga í Amnesty International við Saidzhakhon Zainabitdinov, fyrrum samviskufanga frá Úsbekistan, og fjölskyldu hans meðan hann sat í fangelsi hafði svo mikil áhrif á hann að hann ákvað að gerast félagi í skyndiaðgerðanetinu.
Saidzhakhon Zainabitdinov
Stuðningur félaga í Amnesty International við Saidzhakhon Zainabitdinov, fyrrum samviskufanga frá Úsbekistan, og fjölskyldu hans meðan hann sat í fangelsi hafði svo mikil áhrif á hann að hann ákvað að gerast félagi í skyndiaðgerðanetinu.
Auk þess hafði skyndiaðgerðabeiðni um aftökur í Íran svo mikil áhrif á hann að hann sendi hana á stóran póstlista í Aserbaídsjan og hvatti alla til að taka þátt í að senda skyndiaðgerðabeiðni til íranskra stjórnvalda. „Þetta snýst um fólk sem býr við þá ógn að verða tekið af lífi, en það athæfi samræmist ekki heilbrigðri skynsemi“ sagði hann. Saidzhakhon og félagar hans í Andísjan í Úsbekistan sendu aðgerðabeiðnir og það tók þá aðeins 15 mínútur.
Saidzhakhon Zainabitdinov er formaður Appelliatsia (Ákall), sem eru sjálfstæð mannréttindasamtök. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi í janúar 2006 og leystur úr haldi í febrúar 2008. Fangelsun hans tengdist eftirlitshlutverki hans í tengslum við mótmælin í Andísjan í maí 2005, þegar hundruð manns voru drepnir. Hann sendi skoskum félaga í Amnesty International nýverið þakkarbréf, þar sem hann greindi frá því að hann hefði fengið um 10.000 stuðningsbréf og skeyti frá 20 löndum víðs vegar um heiminn. Hér að neðan er ágrip af bréfinu:
Þið eruð hetjurnar! Landar þínir og annað fólk víðs vegar um heiminn sem skrifaði mér og sagði: „Við hugsum til þín“, „Þú ert alltaf í huga okkar“ – eruð hetjurnar.
Ég er viss um að þú hugsar núna: hvers kyns hetja er ég? Ég bý í litlu þorpi í Norður-Skotlandi og hef bara skrifað nokkur bréf.
Já, það er satt. En þú, og þúsundir annarra eins og þú, björguðuð lífi manneskju. Þið björguðuð mér.
Saidzhakhon Zainabitdinov kom til kasta skyndiaðgerðanetsins og sendar voru margar skyndiaðgerðabeiðnir fyrir hans hönd.
Hér geturðu gengið til liðs við skyndiaðgerðanetið
