Yfirvöld í Barein létu nýverið lausa úr haldi alla pólitíska fanga í landinu, 178 talsins, eftir að konungur landsins náðaði þá. Meðal þeirra eru tveir baráttumenn úr röðum sjía-múslima, þeir Hassan Meshaima’a, leiðtogi stjórnarandstöðuhreyfingarinnar al-Haq og trúarleiðtoginn Mohammad Moqdad.
Fólk fagnar lausn allra pólitískra fanga í Barein í apríl 2009 © al-Wasat
Yfirvöld í Barein létu nýverið lausa úr haldi alla pólitíska fanga í landinu, 178 talsins, eftir að konungur landsins náðaði þá. Meðal þeirra eru tveir baráttumenn úr röðum sjía-múslima, þeir Hassan Meshaima’a, leiðtogi stjórnarandstöðuhreyfingarinnar al-Haq og trúarleiðtoginn Mohammad Moqdad.
Báðir voru fyrir rétti ákærðir fyrir tilraun til að steypa stjórnvöldum og aðild að ólöglegum samtökum. Fulltrúi frá Amnesty International var viðstaddur upphaf réttarhaldanna yfir þeim í mars 2009.
Mikil mótmæli brutust út í mörgum þorpum sjía-múslima í kjölfar handtöku þeirra.
Sumir þeirra, sem sleppt var, höfðu verið dæmdir og sætt fangelsun í yfir 15 mánuði. Lögfræðingar og baráttufólk fyrir mannréttindum staðhæfa að þeir hafi verið neyddir til „játninga“ í kjölfar pyndinga eða annarrar illrar meðferðar öryggisyfirvalda í Barein.
