Góðar fréttir: yfirvöld í Simbabve sleppa baráttumönnum úr haldi

Síðustu þremur pólitísku föngunum, sem fulltrúar yfirvalda í Simbabve rændu í desember 2008, hefur nú verið sleppt úr haldi. Kisimusi Dhlamini, Andrison Manyere og Gandhi Mudzingwa voru meðal 30 baráttumanna sem urðu fyrir þvinguðum mannshvörfum og ólögmætri varðhaldsvist stjórnvalda.

Gandhi Mudzingwa

Síðustu þremur pólitísku föngunum, sem fulltrúar yfirvalda í Simbabve rændu í desember 2008, hefur nú verið sleppt úr haldi. Kisimusi Dhlamini, Andrison Manyere og Gandhi Mudzingwa voru meðal 30 baráttumanna sem urðu fyrir þvinguðum mannshvörfum og ólögmætri varðhaldsvist stjórnvalda.

Þeim var haldið í varðhaldi í yfir fjóra mánuði. Bæði Kisimusi Dhlamini og Gandhi Mudzingwa sættu pyndingum útsendara stjórnvalda. Amnesty International fordæmdi mannránin og fagnar nú lausn mannanna úr haldi.

Kisimusi Dhlamini, Andrison Manyere og Gandhi Mudzingwa voru leystir úr haldi gegn tryggingu þann 9. apríl. Stjórnvöld reyndu að hindra lausn þeirra með því að lýsa yfir að þau myndu áfrýja úrskurðinum til hæstaréttar.

Áfrýjun stjórnvalda barst ekki innan sjö daga, eins og lög gera ráð fyrir, og því voru mennirnir leystir úr haldi. Þeir eiga þó enn yfir höfði sér ákæru um hryðjuverk, sem almennt er talin uppspuni stjórnvalda.

Aðrir fyrrum samviskufangar og pólitískir fangar, sem sættu þvinguðum mannshvörfum og ólögmætri varðhaldsvist, eiga svipaðar ákærur yfir höfði sér.

Amnesty International hvatti ríkisstjórn landsins til að rannsaka hvar baráttufólk er niðurkomið, sem erindrekar stjórnvalda rændu að sögn á tímabilinu október til desember 2008 og ekki hefur enn komið í leitirnar.

Það er hneyksli að ný stjórnvöld hafa ekki rannsakað þvinguð mannshvörf yfir 30 einstaklinga á síðasta ári né ásakanir um pyndingar og illa meðferð. Svo virðist sem stjórnvöld haldi hlífiskildi yfir gerendunum.

Lestu meira

Zimbabwe independence celebrations overshadowed by human rights abuses (News, 17 April 2009)
Zimbabwe activists including Jestina Mukoko bailed (News, 4 March 2009)
New Zimbabwe government urged to prioritise human rights (News, 10 February 2009)