Góðar fréttir: Moldavía sýnir stuðning við alþjóðlega réttarkerfið

Moldavía hefur tekið mikilvægt skref í baráttunni gegn grófum mannréttindabrotum með því að fullgilda Rómarsamninginn um Alþjóðlega sakamáladómstólinn.

 

 

Moldavía hefur tekið mikilvægt skref í baráttunni gegn grófum mannréttindabrotum með því að fullgilda Rómarsamninginn um Alþjóðlega sakamáladómstólinn.

Amnesty International í Moldavíu og önnur félagasamtök i landinu hafa barist fyrir fullgildingunni í yfir 10 ár. Moldavía er nú ríki nr. 114 til að fullgilda samninginn.

Hægt og bítandi bætist í hóp þeirra ríkja sem hafa fullgilt samninginn og tekið afstöðu gegn refsileysi fyrir glæpi gegn mannkyni, þjóðarmorð og önnur gróf mannréttindabrot.

Amnesty International hefur þó áhyggjur af þeim ríkjum sem hafa fullgilt samninginn en starfa ekki samkvæmt ákvæðum hans.

Mörg ríki sem hafa fullgilt samninginn en ekki aðlagað landslög til samræmis við hann eða skrifað undir viðbótarsamninga við Alþjóðlega sakamáladómstólinn sem eru nauðsynlegir til að dómstóllinn geti komið böndum yfir þá sem eru grunaðir um gróf mannréttindabrot.

Fullgilding er mikilvægt fyrsta skref en einungis eitt skref samt sem áður. Miklu skiptir að Moldavía breyti landslögum til að tryggja að landið geti átt fulla samvinnu við Alþjóðlega sakamáladómstólinn og að dómstólar í landinu geti fullnægt skyldu sinni að rannsaka og ákæra fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi.