Amnesty International fagnar því að fyrrum lögreglumanni, sem hafði verið í varðhaldi án ákæru í Írak í yfir tvö ár, hefur nú verið sleppt úr haldi.
Amnesty International fagnar því að fyrrum lögreglumanni, sem hafði verið í varðhaldi án ákæru í Írak í yfir tvö ár, hefur nú verið sleppt úr haldi. Honum var haldið vegna gruns um tengsl við vopnaða hópa.
Qusay ‘Abdel-Razaq Zabib vann sem lögreglumaður í þorpinu ‘Uwaynat, nálægt Tikrit, þegar bandarískir hermenn handtóku hann í júlí 2008. Hann var grunaður um samstarf við vopnaða hópa andsnúna íröskum stjórnvöldum og bandaríska herliðinu í landinu.
Hann var í haldi bandaríska hersins fram til mars 2010, þegar Taji-búðirnar, þar sem hann var í haldi, voru færðar undir yfirráð íraskra stjórnvalda.
Amnesty International hafði áhyggjur af því að hann sætti pyndingum meðan hann var í haldi og að þeir sem héldu honum gætu verið að gera það til að fá lausnargjald fyrir hann.
Qusay ‘Abdel-Razaq Zabib var leystur úr haldi eftir að Amnesty International beindi sjónum sérstaklega að máli hans (sem dæmi um mörg sambærileg tilvik þar sem fólki er haldið í varðhaldi lengi án ákæru) í herferð samtakanna gegn slíkum mannréttindabrotum, sem hófst í september 2010.
Qusay ‘Abdel-Razaq Zabib þakkaði Amnesty International fyrir að berjast fyrir sig og sagði að hann hygðist sækja menntun í lögregluskóla í Bagdad og fara aftur að vinna sem lögreglumaður.
LESTU MEIRA
Iraq must ensure release of police officer detained without charge (News, 22 December 2010)
Iraq: Detained former police officer at serious risk: Qusay ‘Abdel-Razaq Zabib (Urgent action, 9 December 2010)
Iraq: New order, same abuses: Unlawful detentions and torture in Iraq (Report, 12 September 2010)
