Góðar fréttir: aðgerðir ykkar í bréfamaraþoninu 2010 báru árangur!

Í desember 2010 komu þúsundir saman um heim
allan og gripu til aðgerða í þágu fólks sem sætti mannréttindabrotum.

Í desember 2010 komu þúsundir saman um heim allan og gripu til aðgerða í þágu fólks sem sætti mannréttindabrotum. Markmið bréfamaraþonsins var að ná fram breytingum til hins betra í lífi þeirra einstaklinga, sem voru í brennidepli aðgerða, og sýna þeim enn fremur að fólk alls staðar í heiminum hugsaði til þeirra.

 

ÁHRIF

 

Faðir Alejandro Solalinde

http://www.amnesty.is/brefamarathon-2010/fadir-alejandro-solalinde/

Mexíkósk stjórnvöld hafa nú útvegað tvo lífverði fyrir hann. Líf hans er í hættu vegna þess að hann hefur helgað líf sitt baráttunni fyrir velferð farandfólks.

 

Walid Yunis Ahmad

http://www.amnesty.is/brefamarathon-2010/walid-yunis-ahmad/

Stjórnvöld hafa loks lagt fram ákærur á hendur Walid Yunis Ahmad, en hann hafði setið í fangelsi án ákæru eða dóms í meira en 10 ár. Hann bíður nú réttarhalda.

 

Norma Cruz

http://www.amnesty.is/brefamarathon-2010/norma-cruz/

Norma Cruz segir að bréfamaraþonið hafi vakið áhuga fjölmiðla í Gvatemala á máli hennar og það hafi gert að verkum að stjórnvöld hafi ekki séð sér annan kost vænstan en að veita henni áframhaldandi vernd og fylgja eftir máli hennar.

Khady Bassène

http://www.amnesty.is/brefamarathon-2010/khady-bassene/

Khady Bassène sagði að hún væri djúpt snortin að fólk sem býr langt frá Senegal hefði áhuga á máli hennar og það væri henni huggun að vita að fólk víðs vegar um heim væri að senda bréf til stjórnvalda vegna þvingaðs mannshvarfs eiginmanns hennar.

Alls sendu þátttakendur í bréfamaraþoni Amnesty International 2010 meira en 636.000 áköll (bréf, föx, tölvupósta, sms og undirskriftir).

Frá Íslandi bárust rúmlega 3.000 aðgerðakort og bréf, frá öllum landshlutum, en bréfamaraþonið var haldið á sama tíma víðs vegar um landið.

Takk fyrir öll sem tókuð þátt. Aðgerðir ykkar báru árangur!