Mexíkósk stjórnvöld hafa opinberlega gengist við ábyrgð vegna nauðgunar Valentinu Rosendo Cantú (sjá upplýsingar um málið hér).
Inés Fernández Ortega og Valentina Rosendo Cantú
Mexíkósk stjórnvöld hafa opinberlega gengist við ábyrgð vegna nauðgunar Valentinu Rosendo Cantú (sjá upplýsingar um málið hér). Það var eitt þeirra skrefa sem Mannréttindadómstóll Ameríkuríkja krafðist af stjórnvöldum. Stjórnvöld hyggjast einnig gangast við ábyrgð vegna nauðgunar Inés Fernández Ortega.
Valentina Cantú sagði: „Leiðin er enn mjög löng, en við viljum nota tækifærið til að þakka ykkur kærlega fyrir allan stuðninginn; án bréfa ykkar, aðgerða og samstöðu hefðum við ekki náð þessu markmiði. Við segjum við hvert og eitt ykkar: Nomaá (þakka ykkur fyrir á Me’phaa tungumálinu)
Þetta eru frábærar fréttir! Þetta gerðist í kjölfar bréfamaraþonsins, þar sem almenningur á Íslandi skrifaði undir 9.000 bréf, póstkort og sms, sem meðal annars voru send til stjórnvalda í Mexíkó, og almenningur um heim allan um 1.300.000.
Bestu þakkir til allra sem tóku þátt!
