Forseti Mongólíu þakkar Amnesty International

Forseti Mongólíu, Elbegdorj Tsakhia, skrifaði eftirfarandi bréf, þar sem hann þakkar öllum félögum í Amnesty International fyrir að styðja afnám dauðarefsingarinnar í landinu

.

Þann 5. janúar 2012 samþykkti þjóðþing Mongólíu lög um fullgildingu annarrar valfrjálsu bókunarinnar við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi um afnám dauðarefsingar.

Forseti Mongólíu, Elbegdorj Tsakhia, skrifaði eftirfarandi bréf, þar sem hann þakkar öllum félögum í Amnesty International fyrir að styðja afnám dauðarefsingarinnar í landinu:

 

“Ég vil nota þetta tækifæri og segja að það gleður mig að lýsa því yfir að Mongólía hefur numið dauðarefsinguna úr lögum og ég lýsi yfir einlægu þakklæti til Amnesty International fyrir þann stuðning, sem samtökin hafa veitt svo að þessi áfangi mætti nást.

Í kjölfar fullgildingarinnar mun ríkisstjórn Mongólíu endurskoða og gera breytingar á refsilöggjöf landsins og tengdri löggjöf svo að lög landsins uppfylli alþjóðlega staðla og ég er þess fullviss að samstarf okkar mun halda áfram í viðleitni okkar til að skapa réttlátara og mannvænna samfélag, þar sem mannréttindi allra eru tryggð.”