Góðar fréttir: Patrick Okoroafor leystur úr haldi í Nígeríu!

 

Patrick Okoroafor var handtekinn í maí 1995, þegar hann var 14 ára og ákærður fyrir rán. Hann var 16 ára þegar hann var dæmdur til dauða eftir óréttlát réttarhöld.

 

Patrick Okoroafor var handtekinn í maí 1995, þegar hann var 14 ára og ákærður fyrir rán. Hann var 16 ára þegar hann var dæmdur til dauða eftir óréttlát réttarhöld.

 

Dómnum yfir honum var síðar breytt og hann dæmdur í fangelsi í „ótilgreindan tíma“. Árið 2009 var dómnum enn breytt í 10 ára fangelsi, frá þeim tíma. Þegar honum verður sleppt úr haldi mun hann hafa setið 24 ár í fangelsi fyrir glæp sem hann segist ekki hafa framið.

 

Patrick var pyndaður eftir að hann var handtekinn. Enginn lögfræðingur var viðstaddur yfirheyrslur lögreglu yfir honum.

 

Þann 30. apríl 2012 var honum sleppt úr haldi eftir að hafa eytt hálfri ævi sinn í fangelsi fyrir vopnað rán, glæp sem hann segist ekki hafa framið. Hann var dæmdur til dauða þegar hann var undir lögaldri. Lausn hans kemur í kjölfar linnulausrar alþjóðlegrar herferðar hjá Amnesty International.

Félagar í sms-neti okkar tóku upp mál hans í júní 2011 og aftur í apríl 2012 – í lok mánaðarins var honum sleppt úr haldi.

 

“Þegar Amnesty byrjaði að krefjast þess að mér yrði sleppt úr fangelsi og eftir að hafa lesið þúsundir bréfa, korta og skilaboð sem voru send til mín af stuðningsfólki Amnesty þá gaf það mér von um að ekki í svo fjarlægri framtíð yrði ég frjáls” sagði Okoroafor þegar honum var sleppt úr haldi.