Saleem Beigh var í varðhaldi hjá lögreglu í Jammu og Kasmír í Norður-Indlandi. Honum var sleppt úr haldi þann 18. ágúst 2012 og er kominn aftur heim til fjölskyldu sinnar.
Saleem Beigh var í varðhaldi hjá lögreglu í Jammu og Kasmír í Norður-Indlandi. Honum var sleppt úr haldi þann 18. ágúst 2012 og er kominn aftur heim til fjölskyldu sinnar.
Farið var með Saleem Beigh til yfirheyrslu í 12 daga í kjölfar handsprengjuárásar á lögreglustöð þann 19. maí 2012 í bænum Sopore. Hann var síðar færður í varðhald. Fjölskylda hans heldur því fram að hann hafi á þeim tíma aðeins verið 17 ára gamall.
Lögreglan gaf út yfirlýsingu 2.júní síðastliðinn um að hann hefði verið handtekinn fyrir meinta aðild að handsprengjuárásinni en fjölskylda hans fékk aldrei nein gögn eða aðrar upplýsingar um málið. Fjölskylda hans heldur því einnig fram að hann hafi verið pyndaður við yfirheyrslurnar og í varðhaldi.
Úrskurður dómara um að leysa ætti hann úr haldi gegn tryggingu þann 2.ágúst 2012 var ekki framfylgt. Þess í stað var hann settur í gæsluvarðhald og haldið ólöglega í 16 daga en var loks sleppt úr haldi þann 18.ágúst.
Fjölmiðlar í Jammu og Kasmír vöktu athygli á máli Saleem Beigh með því að fjalla um skyndiaðgerð Amnesty International. Hér má sjá dæmi um fjölmiðlaumfjöllun:
http://www.kashmirdispatch.com/headlines/18078694-amnesty-seeks-release-of-arrested-kashmir-teen.htm;
http://www.greaterkashmir.com/news/2012/Jul/18/ai-seeks-release-of-sopore-youth-39.asp;
