Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, ákvað að gera aftökuhlé í landinu í kjölfar mikils þrýstings, meðal annars frá 1.566 félögum í sms-aðgerðaneti Íslandsdeildar Amnesty International.
Forseti Gambíu
Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, ákvað að gera aftökuhlé í landinu í kjölfar mikils þrýstings, meðal annars frá 1.566 félögum í sms-aðgerðaneti Íslandsdeildar Amnesty International. Áður hafði hann ákveðið að allir fangar á dauðadeild yrðu teknir af lífi fyrir miðjan september og voru 9 fangar teknir af lífi í ágúst.
Ákvörðun hans þýðir að lífi 38 fanga hefur nú verið þyrmt og þökkum við öllum þeim sem tóku þátt í aðgerðinni. Þrýstingur ykkar hafði áhrif!
Hins vegar gerir Amnesty International athugasemdir við yfirlýsingu frá forsetanum, þar sem segir að aftökur muni hefjast að nýju ef glæpatíðni eykst í landinu. Við hvetjum hann til að koma á varanlegu aftökuhléi og afnema dauðarefsinguna í kjölfarið.
Amnesty International mun áfram fylgjast með þróun mála í Gambíu og bregðast við ef nema á aftökuhléið úr gildi.
Sjáðu hvernig þú getur tekið þátt og bjargað mannslífum!
Upphaflega sms-aðgerðin
