Góð frétt: Baráttumaður í Barein leystur úr haldi!

Sayed Yousif Almuhafdah, sem er baráttumaður fyrir mannréttindum, var leystur úr haldi þann 16. nóvember 2012 og allar ákærur gegn honum felldar niður.

 

Sayed Yousif Almuhafdah, sem er baráttumaður fyrir mannréttindum, var leystur úr haldi þann 16. nóvember 2012 og allar ákærur gegn honum felldar niður.

Sayed Yousif Almuhafdah er varaforseti Mannréttindamiðstöðvar Barein.

Hann var handtekinn þann 2. nóvember í Diraz-þorpi, norðvestur af höfuðborginni Manama, að sögn fyrir eftirlit á samkomu og að haga sér eins og lögreglumaður við mótmælendur. Ákærur fyrir þátttöku í „ólöglegri samkomu“ og „ólöglegri mótmælagöngu“, sem saksóknari lagði fram gegn honum, voru felldar niður.

Sayed Yousif Almuhafdah var handtekinn nokkrum sinnum á tímabilinu frá ágúst til október 2012 á leið sinni í gegnum eftirlitsstöð nálægt heimili hans, en var látinn laus án ákæru í hvert sinn. Hann segist hafi verið barinn í varðhaldi í ágúst; hann lagði fram kvörtun en ekki er vitað til þess að rannsókn hafi farið fram.

Sayed Yousif Almuhafdah sagði við Amnesty International að komið hafi verið vel fram við hann í varðhaldinu í fangelsinu í Manama.

Hann bætti við: „Ég þakka ykkur öllum fyrir yfirlýsinguna og samstöðu [ykkar] ….Ég er sannfærður um að þið voruð ástæðan fyrir því að ég var leystur úr haldi.“