Mohammad
Mohammad ‘Abdulnabi ‘Abdulwasi , sem er 16 ára gamall, var leystur án ákæru úr
varðhaldi þann 20. desember síðastliðinn.
Mohammad Mohammad ‘Abdulnabi ‘Abdulwasi , sem er 16 ára gamall, var leystur án ákæru úr varðhaldi þann 20. desember síðastliðinn. Morguninn áður hafði hann verið færður úr fangelsi í norðaustur Barein yfir í varðhaldsmiðstöð fyrir unglinga, þar sem fjölskylda hans gat heimsótt hann. Samkvæmt upplýsingum Amnesty International var Mohammad Mohammad ‘Abdulnabi ‘Abdulwasi haldið í bifreið lögreglu í allt að sex klukkustundir eftir handtökuna, meðan lögreglan leitaði að fleira fólki. Við yfirheyrslur í fangelsi börðu lögreglumenn hann, að sögn. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna hann var handtekinn.
Mohammad Mohammad ‘Abdulnabi ‘Abdulwasi var handtekinn á heimili sínu í Sitra eftir að óeirðalögregla réðst þangað inn þann 11. desember 2012. Að sögn höfðu lögreglumennirnir enga handtökuskipun. Fregnir herma að lögreglan hafi brotið upp útidyrnar og tekið peninga og hluti af heimilinu. Fjölskylda Mohammad Mohammad ‘Abdulnabi ‘Abdulwasi tjáði Amnesty International að óeirðalögreglan hefði beðið um raforkureikninginn (til að staðfesta að þau byggju þarna) og að Mohammad Mohammad ‘Abdulnabi ‘Abdulwasi hafi síðan verið færður af heimilinu meðan aðrir fjölskyldumeðlimir leituðu að reikningnum.
Drengurinn gat hringt í fjölskylduna tveimur dögum eftir handtökuna og upplýst þau um hvar honum væri haldið. Daginn eftir handtökuna var hann færður til saksóknara án þess að lögfræðingur hans eða fjölskylda væru viðstödd.
Samkvæmt alþjóðalögum telst sérhver undir 18 ára aldri vera barn og ef barn er grunað um refsivert athæfi skal taka tillit til þess við meðferð málsins.
Bestu þakkir til allra sem tóku þátt og þrýstu á bareinsk stjórnvöld!
