Góðar fréttir: Aðgerðasinnar leystir úr haldi á Krímskaga

Þremenningarnir sem sættu þvinguðu mannshvarfi á Krímskaga hafa verið leystir úr haldi. Mál þeirra var tekið upp í sms-aðgerðaneti okkar nýverið.

  © REUTERS/Vasily Fedosenko

Þremenningarnir sem sættu þvinguðu mannshvarfi á Krímskaga hafa verið leystir úr haldi. Mál þeirra var tekið upp í sms-aðgerðaneti okkar nýverið.

Oleksiy Gritsenko og Sergiy Suprun voru leystir úr haldi morguninn 20. mars í þorpi við Kherson sem er svæði á milli meginlands Úkraínu og Krímskaga.  Natalya Lukyanchenko var leyst úr haldi nokkru fyrr.

Sex aðrir sem haldið var föngnum voru einnig leystir úr haldi, þar á meðal sjóliðsforingi í sjóher Úkraínu. Oleksiy Gritnsenko skrifaði á Facebook-síðu sína: „Við verðum fljótlega í Kherson. Við erum sjö. Yury Shevchenko (einn af þeim sem var í haldi) var skotinn í fótinn. Fyrsta ósk mín er að þvo mér.“

Aðgerðasinnarnir, sem um ræðir, hurfu að kvöldi 13. mars. Þeir höfðu verið á Krímskaga í viku og þennan dag höfðu þeir látið vita að verið væri að fylgjast með þeim. Seinna um kvöldið sagði Natalya Lukyanchenko frá því að bíl þeirra væri veitt eftirför og að skotið hefði verið á þau.

Anatoliy Gritsenko, faðir Oleksiy Gritsenko, þakkaði Amnesty International fyrir að taka upp mál þremenningana og greindi frá því að þau væru enn í Kherson en það væri von á þeim heim fljótlega.