Amnesty International fagnar lausn Ales Bialiatski, samviskufanga í Hvíta-Rússlandi, sem leystur var úr haldi laugardaginn 21. júní, fyrr en áætlað var eftir nærri þrjú ár í fangelsi. Ales Bialitatski taldi að stöðugur þrýstingur innanlands sem utan hafi leitt til lausnar hans, einu ári og átta mánuðum fyrr en áætlað var.
Amnesty International fagnar lausn Ales Bialiatski, samviskufanga í Hvíta-Rússlandi, sem leystur var úr haldi laugardaginn 21. júní, fyrr en áætlað var eftir nærri þrjú ár í fangelsi. Mál hans var hluti af bréfamaraþoni Amnesty International í desember 2012 þar sem fólk víða um heim, þar á meðal á Íslandi, skrifaði undir mál hans og sendi honum persónulegar kveðjur. Í tengslum við maraþonið var mál hans einnig tekið upp í sms-aðgerð sem sjá má hér. http://www.amnesty.is/taktu-thatt/sms-adgerdarnetid/sms—mal/nr/2428
Ales tjáði Amnesty International að lausn hans hefði komið honum algjörlega að óvörum. Hann var á leið til starfa innan fangelsins, að venju á laugardagsmorgni, þegar honum var sagt af fangaverði að mæta á skrifstofu fangelsins. Þar fékk hann þær fréttir að leysa ætti hann úr haldi samstundis vegna sakaruppgjafar í tilefni af því að 70 ár væru liðin frá því að Hvíta-Rússland varð frjálst undan oki fasisma. Hann var sendur í lest til Minsk þar sem eiginkona hans og stór stuðningshópur tóku fagnandi á móti honum.
Ales Bialiatski taldi að stöðugur þrýstingur innanlands sem utan hafi leitt til lausnar hans, einu ári og átta mánuðum fyrr en áætlað var. Hann tók einnig fram að hann hefði í hyggju að halda áfram mannréttindastarfi sínu líkt og áður. Við Amnesty International sagði hann: „Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir andlega stuðninginn. Það sem skipti mig virkilega máli voru bréfin sem ég fékk frá venjulegu fólki og ég vil þakka aðgerðasinnum ykkar sérstaklega fyrir það.“
Lausn hans er ekki skilyrðislaus þar sem hann þarf að tilkynna sig til lögreglu mánaðarlega og gæti verið fangelsaður á ný ef hann brýtur skilorð.
Ales Bialiatski er formaður mannréttindasamtaka Hvíta-Rússlands, „Vyasna“ og forseti alþjóðasambands fyrir mannréttindum og var handtekinn 4. ágúst 2011 í Minsk. Hann var dæmdur 21. nóvember 2011 til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar fyrir stórfelld skattsvik. Amnesty International telur að hann hafi verið skotmark fyrir lögmæt störf sín í þágu mannréttinda. Frá handtöku hans hefur Amnesty International kallað eftir tafarlausri og skilyrðislausri lausn hans.
Áhugasamir geta sent honum kveðju á hvítrússnesku, rússnesku eða ensku og komið því til skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International í Þingholtsstræti 27 á 3. hæð eða sent til okkar í pósthólf 618, 121 Reykjavík.
Tillögur að kveðjum til Ales Bialiatski:
Enska:
I am/We are so happy to hear the news of your freedom!
Congratulations on your release!
I continue/we continue to call for the release of all prisoners of conscience in Belarus!
Hvítrússneska:
Я так рад (Я так рада) / Мы так рады атрымаць вестку аб вашам вызваленні!
Віншуем вас з вызваленням!
Я па-ранейшаму працягваю / мы па-ранейшаму працягваем заклікаць да вызвалення ўсіх вязняў сумлення ў Беларусі!
