Síerra Leóne: Samfélög snúa baki við limlestingum á kynfærum kvenna

Samfélög í Síerra Leóne beita nýstárlegri nálgun við að binda enda á þá grimmilegu hefð sem limslesting á kynfærum kvenna er.

Samfélög í Síerra Leóne beita nýstárlegri nálgun við að binda enda á þá grimmilegu hefð sem limslesting á kynfærum kvenna er.

Nokkrir tugir kvenna komu saman í ríki Masungbala í norðvesturhluta Síerra Leóne til að deila upplifun sinni af sársauka og hryllingi á meðan karlkyns leiðtogar samfélagsins miðluðu eigin skoðunum í öðrum hópi. Konurnar lýstu, hver á eftir annarri, hvernig kynfæri þeirra voru skorin af sem hluti af manndómsvígslu og þeim sársauka sem þær neyddust til að þola.

Flestar þeirra sögðu að þær sæju eftir því að hafa stutt slíkar aðgerðir og væru staðráðnar í að dætur þeirra þyrftu ekki að ganga í gengum það sama. Skammt frá sátu karlmennirnir og ræddu hvernig samfélagið gæti tekið á þessu vandamáli.