Kína: Dauðafangi leystur úr haldi eftir sex ára baráttu í réttarkerfinu

Fyrir stuttu gerðist sá fágæti atburður í Kína að fangi sem hafði verið dæmdur til dauða var sýknaður en hann hafði þurft að sæta sex ára fangelsisvist á meðan hann fór í gegnum nokkrar áfrýjanir.

Fyrir stuttu gerðist sá fágæti atburður í Kína að fangi sem hafði verið dæmdur til dauða var sýknaður en hann hafði þurft að sæta sex ára fangelsisvist á meðan hann fór í gegnum nokkrar áfrýjanir.

Nian Bin, fyrrum eigandi matarvagns, gekk út frjáls maður eftir réttarhöld þar sem hann var sýknaður vegna skorts á sönnunargögnum. Nian Bin var ákærður fyrir að eitra fyrir nágranna sínum með rottueitri sem leiddi til dauða tveggja barna og skaðaði fjóra aðra í þorpinu Aoqian í Pingtan héraði í Fujian fylkinu í júlí 2006. Nian Bin hefur staðhæft að hann hafi verið pyndaður til að játa á sig glæpinn í lögregluyfirheyrslu.

Enn þarf að taka á ýmsu í máli hans, þar á meðal rannsaka ásakanir hans um pyndingar. Það er einnig skelfilegt að Nian Bin og fjölskylda hans hafi þurft að þjást í sex ár, með aftöku hans yfirvofandi, þrátt fyrir augljósan skort af sönnunargögnum í málinu. Mál hans er styður þá röksemd að afnema dauðarefsinguna.

Í febrúar 2008 fóru fyrstu réttarhöldin fram, en síðan þá hefur mál Nian Bin farið í gegnum þrjár áfrýjanir, dóm Hæstaréttar fólksins og þrjár endurupptökur á réttarhöldum, allar fyrirskipaðar vegna skorts á sönnunargögnum.

Í október 2010 úrskurðaði Hæstiréttur fólksins að dauðarefsingu skyldi ekki beitt í málinu vegna skorts á sönnunargögnum og kallaði eftir nýjum réttarhöldum. Þrátt fyrir það fór dómstóll í Fuzhou-borg gegn þessum úrskurði og dæmdi Nian Bin aftur til dauða í nýjum réttarhöldum í nóvember 2011.

Síðustu réttarhöldin voru í dómstóli í Fujian-héraðinu árið 2013 en nokkrum sinnum var óskað eftir framlengingu á réttarhöldunum þar til úrskurðurinn um sýknun Nian Bin var kveðinn upp fyrir stuttu.

Í þessu tilfelli var það dómur Hæstiréttar fólksins í Kína sem kom í veg fyrir réttarmorð. Hins vegar hefði Nian Bin og fjölskylda hans ekki þurft að þola langt ferli af réttarhöldum og áfrýjunum ef rétturinn í Fuzhou hefði tekið alvarlega úrskurð hærri dómstóls um skort á sönnunargögnum í málinu.

Bakgrunnur

Í dag hafa 140 lönd afnumið dauðarefsinguna í lögum eða framkvæmd. Beitingu dauðarefsingar í Kína er haldið leyndri en árið 2013 voru fleiri teknir af lífi þar heldur en samanlagt annars staðar í heiminum. Tölur um beitingu dauðarefsingar eru ekki opinberaðar af yfirvöldum. Henni er oft beitt eftir ósanngjörn réttarhöld, út frá sönnungargögnum sem fengin hafa verið með pyndingum og fyrir glæpi sem leiða ekki beint til dauðsfalla eins og fíkniefnaviðskipti og auðgunarbrot en það brýtur gegn alþjóðalögum og reglugerðum.

Amnesty International er andsnúin dauðarefsingu í öllum tilvikum án undantekninga. Amnesty International kallar á kínversk yfirvöld að stöðva allar aftökur sem fyrsta skrefið í átt að afnámi dauðarefsingarinnar.