Deginum áður en Bernardo Abán Tercero átti að vera tekinn af lífi úrskurðaði dómstóll í Texas að fresta skyldi aftöku hans. Aftökunni var frestað svo rétturinn gæti skoðað hvort að saksóknari hafi lagt til vitni sem gaf falskan vitnisburð við réttarhöldin árið 2000.
Deginum áður en Bernardo Abán Tercero átti að vera tekinn af lífi úrskurðaði dómstóll í Texas að fresta skyldi aftöku hans. Aftökunni var frestað svo rétturinn gæti skoðað hvort að saksóknari hafi lagt til vitni sem gaf falskan vitnisburð við réttarhöldin árið 2000.
Þann 25. ágúst síðastliðinn frestaði áfrýjunarréttur sakamála í Texas aftöku Bernardo Abán Tercero frá Nígaragva, sem taka átti af lífi 26. ágúst fyrir morðið á Robert Berger, sem var framið í ráni í fatahreinsun í mars 1997. Áfrýjunarréttur sendi málið aftur í rétt til þess að endurskoða málsatvik, en rök voru færð fyrir því 24. ágúst síðastliðinn að lykilvitni hefði borið ljúgvitni fyrir rétti.
Í áfrýjuninni eru færð rök fyrir því að framburður þessa vitnis hafi verið grundvöllur málsóknar saksóknarans um morð að yfirlögðu ráði og úrskurðar um dauðadóm. Að undanskildu þessu vitni „bar enginn vitni um að þeir hefðu séð Bernardo miða byssu að neinum“. Án vitnisburðar þessa vitnis þá er það mögulegt að skotið hafi verið óviljandi, eins og Bernardo Abán Tercero hélt fram í réttarhöldunum.
Áfrýjunin færir rök fyrir því að framburður þessa vitnis hafi verið grundvölllur málsóknar saksóknarans um morð að yfirlögðu ráði og úrskurðar um dauðadóm. Að undanskildu þessu vitni „bar enginn vitni um að þeir hefðu séð Bernardo beina eða miða byssu að neinum“. Án vitnisburðar þessa vitnis þá er það mögulegt að skotið hafi verið óviljandi, eins og Bernardo Abán Tercero hélt fram í réttarhöldunum.
