Föstudaginn 19. febrúar var síðasta meðlimi Angóla 3, Albert Woodfox sleppt úr fangelsi eftir að hafa setið inni í meira en fjóra áratugi í einangrunarvist.
Föstudaginn 19. febrúar var síðasta meðlimi Angóla 3, Albert Woodfox sleppt úr fangelsi eftir að hafa setið inni í meira en fjóra áratugi í einangrunarvist.
Haft er eftir yfirherferðastjóra Amnesty International í Bandaríkjunum: „Eftir fjögurra áratuga einangrun er lausn hans löngu tímabær og sjálfsögð. Ekkert mun í raun bæta fyrir þá grimmilegu, ómannlegu og niðurlægjandi einangrunarvist sem hann sætti af hálfu Louisiana-ríkis. Woodfox hefur varið um helming ævi sinnar í að ná fram þessu löngu tímabæra réttlæti sem hann lokst fékk á 69. afmælisdag sinn.”
Amnesty International í Bandaríkjunum ásamt stuðningsfólki um heim allan fagnar þrotlausri baráttu Woodfox og lögmanna hans fyrir réttlæti. Þó að yfirvöld í Louisiana-ríki hafi ekki sleppt Herman Wallace, samfanga Woodfox sem einnig var kenndur við Angola 3, úr haldi fyrr en hann var við dauðans dyr, þá komust þau að þeirri réttlátu og sanngjörnu niðurstöðu að tryggja frelsi Woodfox.
„Lausnardagur Woodfox ætti einnig að marka tímamót í umbótum á notkun langrar einangrunarvistar í bandarískum fangelsum. Mál Woodfox verður að vera sárköld áminning um þá vægðarlausu grimmd sem fangar hafa mátt sæta af hálfu fangelsyfirvalda. Brýnt er að Louisiana-ríki geri umbætur á notkun einangrunarvistar og marki stefnu til að binda enda á þann víðtæka vanda sem sem yfirfull fangelsi landsins eru.”
Áður en til lausnar Woodfox kom, hafði sakfellingin verið afturkölluð þrisvar sinnum. Í júní árið 2015 fyrirskipaði alríkisdómari í Bandaríkjunum að Albert Woodfox skyldi tafarlaust leystur úr haldi en yfirvöld í Louisiana stóðu í vegi fyrir frelsi hans.
Á síðustu fimm árum hafa félagar og stuðningsfólk Amnesty International gripið til yfir 650.000 aðgerða vegna Angola 3 fanganna. Sérstakur rannsóknaraðili Sameinuðu þjóðanna á pyndingum, Juan Mendez, fordæmdi einangrunarvistina sem Woodfox sætti og sagði að “hún jafngilti augljóslega pyndingum, og ætti að vera aflétt þegar í stað”.
Íslandsdeild Amnesty tók upp mál Woodfox í Bréfamaraþoni deildarinnar í desember 2015 og þar sem þúsundir einstaklinga þrýstu á ríkissaksóknara í Louisiana að leysa Woodfox tafarlaust úr haldi.
