Í byrjun apríl 2016 var mál Zainab Al-Khawaja tekið upp í SMS-aðgerðaneti Amnesty International og svöruðu yfir þúsund manns ákalli um að leysa hana úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Hún var samviskufangi sem sat í fangelsi með rúmlega eins árs gömlum syni sínum sem var hjá henni að hennar ósk.
Í byrjun apríl 2016 var Zainab Al-Khawaja tekið upp í SMS-aðgerðaneti Amnesty International og svöruðu yfir þúsund manns ákalli um að leysa hana úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Hún var samviskufangi sem sat í fangelsi með rúmlega eins árs gömlum syni sínum sem var hjá henni að hennar ósk.
Zainab Al-Khawaja var leyst úr haldi ásamt syni sínum af mannúðarástæðum þann 31. maí. Eftir að hafa fengið upplýsingar um að hún gæti staðið frammi fyrir nýjum ákærum ef hún yrði áfram í landinu fór hún til Danmerkur. Gefið var til kynna að hún myndi þá fá lengri dóm og yrði aðskilin frá syni sínum. Zainab Al-Khawaja er með tvöfaldan ríkisborgararétt, frá Barein og Danmörku.
Á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna 7. apríl sagði utanríkisráðherra Barein að Zainab Al-Khawaja yrði leyst úr haldi. Mánuði síðar tilkynnti talsmaður ráðherrans að Zainab Al-Khawaja og annar kvenfangi yrðu, sem erlendir ríkisborgarar, leystar úr haldi af mannúðarástæðum vegna barna þeirra sem voru hjá þeim í haldi.
Bakgrunnur
Zainab Al-Khawaja var handtekin 14. mars 2016 til að sitja af sér þau þrjú ár og einn mánuð í fangelsi sem hún hafði verið dæmd til að afplána.
27. janúar 2014 var hún dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir tvær ákærur um að „eyðileggja eign hins opinbera“ þegar hún reif upp innrammaðar myndir af kónginum sem var í eigu innanríkisráðuneytisins á meðan hún var í haldi á lögreglustöð í bænum Issa 4. og 6. maí 2012.
Þann 4. desember 2014 var hún dæmd í þriggja ára fangelsi og sektuð um 3000 BD (um milljón íslenskar krónur) fyrir að rífa mynd af kónginum þegar hún var í dómsal. Dómurinn var styttur niður í eitt ár við áfrýjun tæpu ári síðar.
Hún var einnig dæmd 9. desember 2014 fyrir að „móðga opinberan starfsmann“ eftir að hafa komið samfanga sínum til varnar sem hafði verið svívirtur og niðurlægður af fangaverði í varðhaldsmiðstöð kvenna í bænum Issa í júní 2013.
Zainab Al-Khawaja var einnig dæmd í 9 mánaða fangelsi 2. júní 2015 fyrir að „fara inn á lokað svæði“ og „móðga opinberan starfsmann“ þegar hún reyndi að heimsækja föður sinn Abdulhadi Al-Khawaja, samviskufanga í Jaw fangelsinu, í ágúst 2014 þegar hann var í hungurverkfalli og hún komin 7 mánuði á leið.
Zainab Al-Khawaja hefur verð handtekin og leyst úr haldi nokkrum sinnum frá því í desember 2011 fyrir margskonar ákærur, þar á meðal: „eyðileggja eignir hins opinbera “, „móðga lögreglukonu“, “ólöglega samkomu og óeirðir“ og fyrir að „ýta undir hatur gegn stjórnvöldum“.
