Narges Mohammadi í sambandi við börn sín á ný

Í júlí síðastliðnum var mál Narges Mohammadi tekið upp í SMS-aðgerðaneti Amnesty International. Hún var í hungurverkfalli til að mótmæla því hvernig dómsyfirvöld komu sífellt í veg fyrir að hún gæti haft símasamband við níu ára gamla tvíbura sína

Í júlí síðastliðnum
var mál Narges Mohammadi tekið upp í SMS-aðgerðaneti Amnesty International. Hún
var í hungurverkfalli til að mótmæla því hvernig dómsyfirvöld komu sífellt í
veg fyrir að hún gæti haft símasamband við níu ára gamla tvíbura sína. Yfir
tólf hundruð manns svöruðu ákallinu um lausn hennar en jafnframt að á meðan hún
væri í haldi yrði tryggt að hún geti reglulega átt samskipti við fjölskyldu
sína, með heimsóknum eða símtali, þar á meðal börnin hennar. Þann 16. júlí
síðastliðinn hætti mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hungurverkfalli
sínu, sem staðið hafi yfir í 20 dagar, þegar hún fékk leyfi til þess að hringja
í börnin sín. Aðstoðarsaksóknari gaf henni skriflega staðfestingu þar sem fram
kemur að hún hafi leyfi til þess að hringja í börnin sín einu sinni í viku. BakgrunnurNarges hlaut sextán
ára fangelsisdóm, eftir óréttlát réttarhöld í apríl 2016, fyrir ákærur sem
sneru að því að „stofna ólöglegan hóp“, „safnast saman og leggja á ráðin um að
fremja glæpi sem stofnuðu þjóðaröryggi í hættu“ og fyrir að „dreifa áróðri gegn
kerfinu“. Hún er nú þegar að afplána sex ára fangelsisdóm sem hún hafði áður
hlotið. Sakfellingarnar eru eingöngu byggðar á mannréttindastarfi hennar.