Lausn mexíkóska
umhverfissinnans og samviskufangans sem var óréttilega settur í fangelsi fyrir
níu mánuðum, í að því virðist þeim tilgangi að refsa honum fyrir friðsamlegar
aðgerðir gegn ólöglegu skógarhöggi, er sigur fyrir réttlætið og mannréttindi.
Lausn mexíkóska umhverfissinnans og samviskufangans sem var óréttilega settur
í fangelsi fyrir níu mánuðum, í að því virðist þeim tilgangi að refsa honum
fyrir friðsamlegar aðgerðir gegn ólöglegu skógarhöggi, er sigur fyrir réttlætið
og mannréttindi, að sögn Amnesty International.Ildefonso Zamora Baldomero var handtekinn í nóvember 2015 í Tlahuicasamfélaginu
í San Juan Atzingo, 80 km suðvestur af Mexíkóborg. Hann var sakaður um að hafa
tekið þátt í innbroti í júlí 2012.Sakarefni Ildefonso Zamora, var byggt á. tilbúnum sönnunargögnum.
Alríkisdómstóll úrskurðaði að engin ástæða væri til að trúa því að hann bæri
ábyrgð á nokkrum glæp og í raun efaðist dómstóllinn um að nokkur glæpur hefði
átt sér stað.„Að berjast gegn ólöglegu skógarhöggi er ekki glæpur. Í stað þess að
lögsækja umverfissinna fyrir friðsamlegar aðgerðir þeirra, ættu yfirvöld í
Mexíkó að tryggja að þeir geti haldið áfram lögmætri baráttu sinni án ótta við
refsiaðgerðir,” segir Carlos Zazueta, rannsakandi
Amnesty International.„Saga Ildefonso er átakanleg birtingamynd
þess hvað það þýðir að vera mannréttindasinni í Mexíkó í dag, þar sem að það að
berjast fyrir mannréttindum getur leitt til fangelsunar.”Amnesty International telur að handtaka Ildefonso sé hluti af hrinu
hótana og áreitni sem hann hefur mátt þola í tengslum við baráttu sína gegn
ólöglegu skógarhöggi. Árið 2007 var sonur hans Aldo myrtur og sonur hans Misael
særðist í árás sem enn hefur ekki verið rannsökuð til hlítar. Amnesty
International krefst þess að yfirvöld stöðvi allar tilraunir til þess að áreita
Ildefonso eða fjölskyldu hans vegna aðgerðastarfs hans.
