Lýðveldið Kongó: Ástæða til að fagna lausn aðgerðasinna!

Ástæða er til að fagna lausn fjögurra aðgerðasinna sem hafa barist fyrir
lýðræðislegum umbótum í Lýðveldinu Kongó en þeirra á meðal voru samviskufangar
Amnesty International, Fred Bauma og Yves Makwambala.

Ástæða er til að fagna lausn fjögurra aðgerðasinna sem hafa barist fyrir
lýðræðislegum umbótum í Lýðveldinu Kongó en þeirra á meðal voru samviskufangar
Amnesty International, Fred Bauma og Yves Makwambala. Þeir eiga þó í hættu á að
vera handteknir á ný verði ákærur ekki felldar niður.  „Lausn Fred, Yves og hinna er fágætt,
jákvætt skref á ári sem hefur verið vandasamt fyrir tjáningarfrelsi í
Lýðveldinu Kongó. Ákærur gegn þeim eiga sér pólitískar rætur og verður að fella
þær niður til að binda endi á raunir þeirra í eitt skipti fyrir öll,“ sagði
Sarah Jackson aðstoðarsvæðisstjóri hjá Amnesty International í Afríku.Fram að lausn þeirra biðu Fred og Yves réttarhalda þar sem þeir stóðu
mögulega frammi fyrir dauðarefsingu. Tvímenningarnir voru handteknir ásamt 26
öðrum aðgerðasinnum í mars 2015 og ákærðir fyrir ýmis brot, þeirra á meðal „að skipuleggja
samsæri gegn forsetanum.“Tvímenningarnir voru leystir úr haldi ásamt Christopher Ngoyi. Jean Marie
Kalonji var einnig leystur úr haldi þann 27. ágúst. Þeir voru allir í haldi í
Makala-fangelsinu í Kinshasa.Á ári sem einkenndist af grimmilegri baráttu gegn pólitískri andspyrnu,
hafa aðgerðasinnar og pólitískir leiðtogar verið sendir á bak við lás og slá og
réttarkerfið hefur í auknu mæli verið notað til að bæla niður andspyrnu áður en
lokafrestur til að halda kosningar rennur út, sagði Sarah Jackson. Christpher Ngoyi var handtekinn í Kinshasa þann 21. janúar 2015 eftir að
hafa vaktað mannréttindabrot á mótmælum gegn kosningatöfum. Hann var í haldi í
einangrun í yfir 20 daga áður en hann var fluttur í fangelsi. Jean Marie Kalnji,
stofnandi lýðræðishreyfingunnar La Quatrième Voix var handtekinn í desember
2015 og sætti einangrunarvist í rúma 4 mánuði. Fred og Yves eru í ungmennahreyfingunni Lutte Pour le Changement (LUCHA), sem
hlaut mannréttindaviðurkenningu Amnesty International í ár (Ambassador of
Conscience Award). Eftir handtöku þeirra voru þeir yfirheyrðir í leyni, Yves í
40 daga og Fred í 50 daga, og þeim meinaður aðgangur að fjölskyldu sínum og
lögfræðingum. Á Bréfamaraþoni Amnesty International skrifuðu félagar og stuðningsaðilar samtakanna
yfir 170.000 bréf til stjórnvalda, sendu þeim kveðjur og skrifuðu undir ákall
þar sem lausnar þeirra var krafist.„Fred og Yves eru fulltrúar kynslóðar aðgerðasinna sem halda áfram að veita
mótspyrnu gegn þöggun. Það er sláandi að þeir hafi staðið frammi fyrir
dauðarefsingu fyrir það eitt að hvetja ungt fólk til friðsamlegra aðgerða.“„Enda þótt lausn þeirra sé gleðifréttir þá verða yfirvöld að leysa úr haldi
alla pólitíska fanga og samviskufanga, þeirra á meðal Bienvenu Matumo, Marc
Kapitene og Victor Tesongo“Bienvenu Matumo, Marc Kapitene og Victor Tesongo voru handteknir í febrúar
2016 aðeins klukkustundum áður en að fyrirhuguð mótmæli stjórnarandstöðunnar
hófust til að krefjast þess að Kabila forseti landsins myndi segja af sér að
loknu öðru kjörtímabili hans. Þrátt fyrir að dómsmála-og mannréttindaráðherra
Alexis Thambwe tilkynnti þann 26. ágúst að þeir yrðu brátt leystir úr haldi þá
eru þeir enn á bak við lás og slá. BakgrunnurLausn fjórmenninganna kemur 11 dögum eftir að fulltrúar frá LUCHA hittu
Joseph Kabila forseta landsins í borginni Goma og kröfðust þess að hann leysti samstarfsfólk
þeirra úr haldi ásamt öllum öðrum pólitískum föngum.Dómsmála- og mannréttindaráðherra tilkynnti áætlun um að leysa þá úr haldi
á blaðamannafundi þann 19. ágúst. Hann sagði einnig að banni á tveimur
sjónvarpsstöðum stjórnarandstæðinga yrði aflétt. Samkvæmt stjórnarskrá landsins skulu kosningar vera haldnar að lágmarki 3
vikum áður en að kjörtímabili lýkur. Joseph Kabila, forseti landsins, lýkur
öðru kjörtímabili sínu 19. desember næstkomandi en það á enn eftir að boða til
kosninga. Hann ókjörgengur fyrir næsta kjörtímabil samkvæmt stjórnarskrá
landsins.