Árið 2010 lofaði fyrirtækið Google, sem rekur stærstu leitarvél heims, að styðja ekki við ritskoðun kínverskra yfirvalda á internetinu. Í ágúst 2018 var því hins vegar ljóstrað upp að Google hyggðist ekki standa við loforð sitt.
Árið 2010 lofaði fyrirtækið Google, sem rekur stærstu leitarvél heims, að styðja ekki við ritskoðun kínverskra yfirvalda á internetinu. Í ágúst 2018 var því hins vegar ljóstrað upp að Google hyggðist ekki standa við loforð sitt.
Google hefur unnið að hinu leynilega verkefni Dragonfly en í því felst að hleypa leitarvélinni aftur af stokkunum í Kína – jafnvel þó að það feli í sér samvinnu við kínversk stjórnvöld sem ritskoða netið þar í landi og hafa virkt eftirlit með því.
Kínverskum Google-notendum verður meinað að hafa aðgang að vefsíðum eins og Wikipedia og Facebook. Þá verða leitarorð eins og „mannréttindi“ bönnuð. Kínversk yfirvöld munu jafnvel geta njósnað um notendur Google í Kína en hafa ber í huga að þau senda fólk reglulega í fangelsi fyrir það eitt að deila skoðunum sínum á netinu.
Mikil ólga hefur verið innan Google vegna þessara áforma og hefur djúp gjá myndast á milli starfsmanna fyrirtækisins sem eru hrifnir af þróun leitarvélar fyrir Kína og þeirra sem eru andvígir henni. Strax í upphafi kröfðust 1.400 starfsmenn þess í bréfi að fá frekari upplýsingar um verkefnið og hafa 530 starfsmenn undirritað bréfið og lýst yfir andstöðu við áformin.
Með Dragonfly-verkefninu er ljóst að Google er viljugt til að skipta mannréttindum út fyrir hagnað í Kína. Með fordæmi sem þessu má spyrja hvort það sama geti ekki líka gerst í öðrum löndum.
Sýndu samstöðu með starfsmönnum Google sem hafa mótmælt verkefninu og segðu forstjóranum Sundar Pichai að falla frá Dragonfly-verkefninu áður en það fer í gang!
#DropDragonfly
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.
