Tyrkland: Aðgerðasinnar handteknir

Hivda Selen, Sinem Çelebi og Doğan Nur voru handtekin að geðþótta sama dag og gleðigangan fór fram í Istanbúl. Þau eru aðgerðasinnar sem hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 30. júní á grundvelli tilhæfulausra ákæra fyrir það eitt að nýta sér rétt sinn til friðsamlegrar samkomu. Réttarhöld hefjast 8. ágúst.

Þetta mál er lýsandi fyrir aukna glæpavæðingu hinsegin tjáningar og friðsamlegrar samkomu í Tyrklandi.  

SMS-félagar krefjast þess að þau verði umsvifalaust leyst úr haldi og allar ákærur á hendur þeim felldar niður. Samkvæmt alþjóðalögum má ekki handtaka eða ákæra fólk fyrir það eitt að nýta rétt sinn til friðsamlegrar samkomu.