Aðalfundur Amnesty International verður haldinn miðvikudaginn 17. mars 2021 kl. 17:00 í húsnæði deildarinnar, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík, 3. hæð.
Einnig verður í boði fjarfundur til að gefa sem flestum félögum tækifæri til að taka þátt og fylgjast með starfi deildarinnar. Hlekkur á fjarfund
Vinsamlegast skráið ykkur fimmtán mínútum áður en fundur hefst til að hægt sé að staðfesta kosningarétt.
- Notendanafn/Meeting ID: 818 8450 0254
- Aðgangsorð/Password: Fundur2021
Íslandsdeild hvetur alla áhugasama um mannréttindi til að bjóða sig fram í stjórn samtakanna.
Dagskrá:
– Skýrsla stjórnar um liðið starfsár lögð til samþykktar
– Skýrsla stjórnar um fjárhag samtakanna og fjárhagsáætlun lagðar fram til samþykktar
– Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
– Kosning stjórnar og félagskjörinna skoðunarmanna
– Ákvörðun um upphæð árgjalds
– Lagabreytingatillögur
– Önnur mál
Gestafyrirlesari: Úígúri með stöðu flóttamanns á Íslandi segir áhugaverða sögu sína og ræðir um ofsóknir Kínverja gegn þessum minnihlutahópi í Kína.
Íslandsdeild Amnesty hvetur félaga sem hafa áhuga á mannréttindum til að bjóða sig fram í stjórn samtakanna.
Spurningum varðandi kosningu og stjórnarsetu skal beint til Þórhildar Elísabetar Þórsdóttur, setts formanns Íslandsdeildar Amnesty International á netfangið thorhildur@amnesty.is.

