Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International 2024

Aðal­fundur Íslandsdeildar Amnesty Internati­onal verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2024 kl. 18:00 í Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, m.a.:

  • Skýrsla stjórnar um liðið starfsár kynnt
  • Starfsáætlun fyrir komandi starfsár lögð fram
  • Skýrsla stjórnar um fjárhag deildarinnar og fjárhagsáætlun kynnt
  • Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
  • Kosning stjórnar og félagskjörinna skoðunarmanna
  • Ákvörðun tekin um upphæð árgjalds
  • Lagabreytingatillögur kynntar og afgreiddar (6. grein. Félagar sem óska eftir að hætta fjárstuðningi við deildina falla af félagaskrá samstundis nema að þeir óski sérstaklega eftir því að vera á félagaskrá.)
  • Önnur mál

Íslands­deild hvetur alla áhuga­sama um mann­rétt­indi til að bjóða sig fram í stjórn samtak­anna.

Spurningum varðandi kosningu og stjórnarsetu skal beint til Evu Einarsdóttur, formanns Íslandsdeildar Amnesty International á netfangið eva@amnesty.is.

Lagabreytingartillaga í heild sinni:

Að bæta nýjum 3. málslið í 6. grein laga Íslandsdeildar Amnesty International svohljóðandi:

„Félagar sem óska eftir að hætta fjárstuðningi við deildina falla af félagaskrá samstundis nema að þeir óski sérstaklega eftir því að vera á félagaskrá.”

þannig að greinin í heild hljóði þannig:

„6. gr. Aðild að Íslandsdeild Amnesty International geta átt þeir einstaklingar sem styðja markmið og starfsemi samtakanna. Félagar greiði tilskilið árgjald og hafi þeir ekki gert það innan níu mánaða frá gjalddaga er Íslandsdeild Amnesty International heimilt að fella nafn þeirra af félagaskrá. Félagar sem óska eftir að hætta fjárstuðningi við deildina falla af félagaskrá samstundis nema að þeir óski sérstaklega eftir því að vera á félagaskrá. Gjafir og styrktarfé skulu renna óskipt til að vinna að framgangi markmiða deildarinnar. Stjórn deildarinnar hefur heimild til að víkja félagsmanni úr henni þyki hann brjóta lög hennar. Þeirri ákvörðun stjórnar getur félagsmaður skotið til aðalfundar eða aukaaðalfundar, sem tekur endanlega ákvörðun um brottvikningu. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í öllum málum nema annað sé tekið fram í lögum þessum.”