Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn 14. mars 2018 kl. 20:00 í húsnæði deildarinnar, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Sérstakur gestur verður Najmo Cumar Fiyasko frá Sómalíu en hún var gefin í hjónaband í heimalandinu aðeins 11 ára gömul.
Miðvikudaginn 14. mars 2018 kl. 20:00 í húsnæði deildarinnar,
Þingholtsstræti 24, 101 Reykjavík, 3. hæð.
Dagskrá
Sérstakur gestur:
Najmo Cumar Fiyasko frá Sómalíu. Najmo er tvítug stúlka sem var gefin í hjónaband í heimalandinu aðeins 11 ára gömul. Þrettán ára flýði hún land og hefur síðan unnið ötullega að því að berjast gegn barnabrúðkaupum. Hún kom til Íslands 16 ára gömul sem fylgdarlaust barn og óskaði eftir alþjóðlegri vernd. Najmo deilir átakanlegri sögu sinni.
Erindið fer fram á ensku.
Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum deildarinnar
