Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International

Íslandsdeildin hélt aðalfund deildarinnar  laugardaginn 3. apríl. Fundurinn var haldinn í Litlu-Brekku, fundarsal Lækjarbrekku í Bankastræti.

Fundarstjóri var Steingrímur Gautur Kristjánsson. Kristín J. Kristjánsdóttir gerði á fundinum grein fyrir störfum deildarinnar á liðnu starfsári og reikningar deildarinnar voru lagðir fram. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir kynnt alþjóðlegu starfsáætlunina, helstu samþykktir síðasta heimsþings og áætlun deildarinnar.  Kosið var í stjórn deildarinnar.