Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International var haldinn 6. mars síðastliðinn. Að venju var ársskýrsla deildarinnar flutt, fjárhagur og ársreikningar kynnt og samþykkt á fundinum. Fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir komandi ár lögð fram til samþykktar. Engar lagabreytingar voru að þessu sinni.
Kynntu þér ársskýrslu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir árið 2024 hér.
Kosið var til stjórnar 2025-2026
Ólöf Salmon Guðmundsdóttir, gjaldkeri, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Tinna Ingvarsdóttir var kosin inn ný, í varastjórn.
STJÓRN 2025 -2026 SKIPA:
Eva Einarsdóttir, formaður
Albert Björn Lúðvígsson, varaformaður
Harpa Pétursdóttir, meðstjórnandi
Helena Hafsteinsdóttir, meðstjórandi
Pétur Matthíasson, meðstjórnandi
Varastjórn:
Donika Kolica
Tinna Ingvarsdóttir
Þakkir
Við þökkum Ólöfu Salmon Guðmundsdóttur, fráfarandi gjaldkera, fyrir vel unnin störf í þágu mannréttinda um leið og við bjóðum nýtt fólk í stjórn velkomið.
Við óskum þeim velfarnaðar í nýjum hlutverkum.
