,,Í mörg ár hefur Amnesty International skráð
kerfisbundna mismunun gegn Róma-börnum í tékkneskum skólum. Samt sem áður hafa
tékknesk stjórnvöld brugðist því að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í
veg fyrir, takast á við eða ráða bót á málum,“
Amnesty International fagnar tilkynningu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins um að hefja málsmeðferð gegn Tékklandi vegna brots á löggjöf sambandsins gegn mismunun.
,,Í mörg ár hefur Amnesty International skráð kerfisbundna mismunun gegn Róma-börnum í tékkneskum skólum. Samt sem áður hafa tékknesk stjórnvöld brugðist því að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir, takast á við eða ráða bót á málum,“ sagði Nicolas J. Beger, framkvæmdarstjóri Amnesty International í Evrópu.
,,Með því að hefja málsmeðferð vegna brots á banni við mismunun, hefur framkvæmdarstjórnin sent Tékklandi og öðrum aðildarríkjum skýr skilaboð, um að kerfisbundin mismunun gegn Róma-fólki verði ekki umborin.‘‘
Fyrirkomulag málsmeðferðarinnar gerir framkvæmdarstjórninni kleift að gera tékknesku ríkisstjórnina ábyrga, sem og að setja opinberan og pólitískan þrýsting til að enda viðvarandi, kerfisbundna og ólöglega mismunun sem er þar enn við lýði gegn Róma-börnum í þarlendum skólum.
Tilkynningin er send út einu og hálfu ári eftir að Amnesty International og önnur samtök hvöttu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að hefja málsmeðferð gegn Tékklandi til að þrýsta á að þarlend stjórnvöld takist á við mismunun gegn Róma-börnum í skólakerfinu.
Amnesty safnaði rétt tæplega 100.000 undirskriftum á þremur mánuðum til að hvetja framkvæmdarstjórnina til harðari aðgerða gegn aðildarríkjum Evrópusambandsins sem hafa brugðist skyldum sínum að innleiða löggjöf sambandsins gegn mismunun til verndar Róma-fólki.
Ákallið var byggt á gögnum sem hafði verið safnað saman í meira en áratug og sýna fram á útbreidda og ólögmæta mismunun gegn Róma-börnum í tékkneskum skólum, einkum og sér í lagi með aðskilnað nemenda með ,,væga andlega fötlun‘‘, skóla einungis fyrir Róma börn eða skólabekki sem gera minni námskröfur.
,,Menntun er mannréttindi sem tryggja verður öllum börnum. Mismunun er birtist í aðskilnaði í skólum er ólögmæt. Það leiðir til lakari menntunnar og takmarkar atvinnumöguleika til framtíðar, sem festir Róma börn í vítahring samfélagslegrar útilokunnar,‘‘ bætti Berger við.
Könnun frá árinu 2013, sem gerð var af eftirlitsaðila skólamála í Tékkland, sýndi að óeðlilega hátt hlutfall Róma-barna voru í skóla fyrir nemendur með „væga andlega fötlun“. Eftirlit með 483 skólum, þar sem fimm eða fleiri nemendur eru með þessa greiningu, leiddi í ljós að 28,2 % þeirra voru Róma-börn þrátt fyrir að Róma-fólk sé minna en 3% af heildaríbúafjölda. Tékkneska embættið, sem fer með eflirlit og eftirfylgni á hvort farið sé eftir lögum gegn mismunun, taldi þetta vera mismunun árið 2012.
Róma-börn sem hafa komist inn í „hefðbundna“ skólakerfið vegnar ekki mikið betur. Mörg þeirra eru sett í skóla og bekki þar sem gæði menntunar eru skör lægri. Amnesty International hefur á þessu ári haldið áfram að safna gögnum um skóla þar sem eru eingöngu Róma-börn í „hefðbundnum“ skólum en námsefnið var lítið frábrugðið skólum fyrir nemendur með „væga andlega fötlun“.
Framkvæmdastjórnin hefur nú staðið sig í hlutverki sem „verndari sáttmála Evrópusambandsins“, með því að verja lög Evrópusambandsins og áminna aðildarríki sem brjóta á grundvallarréttindum, sagði Beger. Það er mikilvægt að tilkynningin sé ekki aðeins í orði heldur að gripið verði til skjótra, áþreifanlegra og samræmda aðgerða til að draga Tékkland til ábyrgðar og stöðva mismunun. Þetta er nauðsynlegt til að vernda ekki aðeins Róma-fólk í Tékklandi heldur í öllum aðildarríkjum Evrópusambandssins, þar sem það sætir einnig kerfisbundinni mismunun.
Bakgrunnur
Gert er grein fyrir því hvernig hægt er að setja af stað málsmeðferð vegna brots (e.infringement proceeding) í 258. grein í sáttmála um starfshætti Evrópusambandsins. Það veitir framkvæmdastjórninni áhrifaríka lagalega leið til að tryggja að 28 aðildarríki Evrópusambandsins framfylgi lögum þess. Aðildarríki sem verða uppvís að brjóta lög Evrópusambandsins geta verið kölluð til Evrópudómstólsins. Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að aðildarríki hafi brugðist því að framfylgja skyldum sáttmálans þýðir það að ríki verði að grípa til viðeigandi aðgerða.
Ákvörðun nefndarinnar um að taka upp mál Tékklands var tilkynnt 25. september þar sem dregið er í efa að Tékkland fylgi 21. grein í sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi sem banna mismun vegna kynþáttar eða uppruna.
Framkvæmdanefnin mun í kjölfarið senda formlegt erindi með röksemdarfærslu um málið til tékkneskra stjórnvalda sem fá ákveðinn frest til að senda inn athugasemdir. Eftir það mun nefndin álykta um hvort Tékkland hafi í raun brugðist hlutverki sínu að framfylgja lögum Evrópusambandsins. Ef um brot er að ræða getur nefndin sent málið til Evrópudómstólsins.
