Á föstudaginn klukkan 8:30 gefst tækifæri til að eiga orðastað viðstjórnvöld um til hvaða aðgerða skuli gripið gegn kynbundnu ofbeldi.Fundurinn er hugsaður sem samræðuvettvangur til að koma að hugmyndum ogathugasemdum en byggt er á drögum að aðgerðaáætlun sem unnar voru í kjölfar16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og fylgir með sem viðhengi.
Á föstudaginn klukkan 8:30 gefst tækifæri til að eiga orðastað við
stjórnvöld um til hvaða aðgerða skuli gripið gegn kynbundnu ofbeldi.
Fundurinn er hugsaður sem samræðuvettvangur til að koma að hugmyndum og
athugasemdum en byggt er á drögum að aðgerðaáætlun sem unnar voru í kjölfar
16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og fylgir hér með sem viðhengi (Tillögur að aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi).
Fundurinn er haldinn á Grand hótel, efstu hæð, þann 27. maí milli klukkan
8.30 og 10.00. Aðgangseyrir er 1.300 krónur með morgunverði. Brynhildur
Flóvenz, lögfræðingur stýrir fundi og Drífa Snædal, framkvæmdastýra
Kvennaathvarfsins, kynnir drög að aðgerðaáætlun. Fulltrúar ráðuneyta skýra
frá þeirri vinnu og stefnumótun sem fer fram í ráðuneytunum. Staðfest er að
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sitji fundinn og Ragnhildur Arnljótsdóttir,
ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins.
Mikilvægt er að sem flest mæti til að taka þátt í samræðum
