Aðgerðakortin komin í hús!

Aðgerðakortin fyrir stærstu, árlegu undirskriftaherferð Amnesty International eru komin í hús og erum við mjög ánægð með útkomuna enda eru þau handhægari og umhverfisvænni en fyrri ár.

Herferðin hefur nú fengið nýtt heiti, Þitt nafn bjargar lífi sem vísar í mátt undirskrifta einstaklinga í baráttunni fyrir betri heimi.

Í ár beinir herferðin sjónum sínum að ungu fólki á aldrinum 14 til 25 ára sem sætir grófum mannréttindabrotum. Málin eru tíu talsins og lúta m.a. að lögregluofbeldi, þvinguðum mannshvörfum, dauðarefsingu, fangavist vegna aðstoðar við flóttafólk og táknrænna mótmæla fyrir réttindum kvenna.

Taktu þátt í Þitt nafn bjargar lífi og veittu þessu unga fólki stuðning þinn og styrk með því að setja nafn þitt á bréf til stjórnvalda sem fótumtroða mannréttindi þeirra.

Aðgerðakort – Þitt nafn bjargar lífi 2019