Aðskilnaðarstefna Ísraels

Milljónir Palestínubúa búa við kerfisbundna aðskilnaðarstefnu Ísraela og með þessu grimmilega og fordómafulla kerfi er komið í veg fyrir að Palestínubúar eignist heimili.

Í rúm 73 ár hafa Ísraelar þvingað Palestínubúa á brott frá Ísrael og rifið niður þúsundir heimila þeirra sem hefur valdið þeim miklum áföllum og sársauka. Yfir 6 milljónir Palestínumanna eru flóttafólk og í dag eru a.m.k. 150 þúsund Palestínubúar í mikilli hættu á að missa heimili sín. Ísrael hefur sett á og viðhaldið lögum og reglum sem kúga palestínskt fólk og tryggja yfirráð ísraelskra gyðinga í Ísrael og á hernumdu svæðum Palestínu.

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Meðal aðgerða Ísraels gegn Palestínubúum eru eignarnám og lög um skipulagsmál sem gera það að verkum að það er ómögulegt fyrir marga Palestínubúa að byggja heimili. Það leiðir til niðurrifs heimila sem hafa verð byggð án byggingarleyfa sem Palestínubúum er kerfisbundið neitað um að fá.

Aðskilnaðarstefna er glæpur gegn mannúð og miðar að því að viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum með kerfisbundnum hætti. Í hverri viku verða Palestínubúar fyrir þvinguðum brottflutningi og niðurrifi sem er sýnir hvernig Ísrael setur Palestínubúa í lægri stöðu heldur en ísraelska gyðinga með kerfisbundnum hætti.

Nú er tími til kominn að berjast gegn þessu óréttlæti. Fyrsta skrefið er að láta í okkur heyra fyrir palestínskt fólk sem býr við aðskilnaðarstefnu Ísraels.

Í krafti fjöldans getum við brotið niður þetta kerfi, smám saman.

Sms-félagar krefjast þess að Ísraelar stöðvi niðurrif heimila og þvingaða brottflutninga Palestínubúa.