Aðventutónleikar Íslandsdeildar Amnesty International

Á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember heldur Íslandsdeild Amnesty International tónleika kl. 20.30 í Neskirkju við Hagatorg. Eins og áður hefur deildin fengið einvala lið listamanna til liðs við sig.

Á tónleikunum koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Gunnar Kvaran sellóleikari, Elísabet Waage hörpuleikarai og  hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands þau Joseph Ognibene, Anna Sigurbjörnsdóttir, Þorkell Jóelsson og Emil Friðfinnsson.
 
Á tónleikunum verða meðal annars flutt verk eftir C.Saints-Saëns, G.Fauré, L.Boccherini, J.Massenet, W.H.Squire, J.S.Bach og Eugéne Bozza, Ragnheiði Gröndal, Magnús Eiríksson, Jóhann G. Jóhannsson og Ingibjörgu Þorbergs.
 
Tónleikar Amnesty International á mannréttindadaginn eru orðnir fastur liður á aðventunni og fólk sameinar stuðning við mikilvægt málefni góðri stund með fallegri tónlist.
 
Miðaverð er kr. 1.500. Ágóðinn af tónleikunum rennur óskiptur til mannréttindastarfs Amnesty International.
 
Forsala aðgöngumiða er í verslun Skífunnar að Laugavegi 26, og á skrifstofu Amnesty International að Hafnarstræti 15, sími: 551 6940, netfang: amnesty@amnesty.is