Afganistan: Um 100 ónafngreindir einstaklingar dæmdir til dauða

Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að bregðast við vegna skyndiaðgerðabeiðni sem send var út í síðustu viku.

Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að bregðast við vegna skyndiaðgerðabeiðni sem send var út í síðustu viku.

Hæstiréttur Afganistan staðfesti þann 16 apríl síðastliðinn dauðadóma yfir um 100 ónafngreindum einstaklingum sem dæmdir voru á lægri dómstigum fyrir glæpi á borð við morð, nauðganir, mannrán og vopnuð rán. Amnesty International óttast að fjöldaaftaka á einstaklingunum geti verið gerð hvenær sem er. Svipuð fjöldaaftaka var gerð í október 2007.

Nöfn hinna ákærðu hafa ekki verið gefin upp né hvar fangarnir séu í haldi. Samtökin hafa góðar heimildir fyrir því að réttarhöld yfir að minnsta kosti sumum einstaklingunum hafi alls ekki verið í samræmi við alþjóðleg viðmið um sanngjarna málsmeðferð. Einstaklingarnir fengu til að mynda nauman tíma til að undirbúa málsvörn sína, mikilvæg sönnunargögn fengu ekki að koma fram og vitnum var neitað að bera vitni.

Amnesty International hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum yfir vanhæfni dómsyfirvalda í Afganistan til að halda uppi dómskerfi sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur á borð við þær sem alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi kveður á um.

 

Hér er hlekkur á fyrirframskrifað bréf til afganskra stjórnvalda vegna málsins.

Hér er upphaflega skyndiaðgerðabeiðnin með frekari upplýsingum:

http://www.amnesty.org/en/library/asset/ASA11/005/2008/en/bf1ea9ac-1dd5-11dd-a442-edc80cf9d3ed/asa110052008eng.html

 

Vinsamlega sendið einnig afrit af bréfinu til:

Utanríkisráðherra

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Utanríkisráðuneytið

Rauðarárstíg 25

150 Reykjavík

 

Einnig getið þið sent afritið í tölvupósti til utanríkisráðherra.

Sendið tölvupóstinn á: postur@utn.stjr.is og í Efni/Subject segið þið: Til utanríkisráðherra