Mahdi Ansari er 27 ára gamall fjölmiðlamaður sem vann hjá fréttastofu í Afganistan. Hann var handtekinn af talibönum þann 5. október.
Réttarhöld yfir honum hófust 1. janúar 2025 þar sem hann var án lögfræðings og fjölskyldu sinnar, Hann var ásakaður um að dreifa áróðri gegn talíbönskum yfirvöldum á Facebooksíðu sinni og í fréttapistlum með því að minnast sjálfsmorðsárása á sjíta-minnihlutahópinn í Kabúl sem áttu sér stað árið 2022. Hann var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi.
Mahdi hefur sætt illri meðferð í haldi, þar á meðal einangrunarvist og hefur geðheilsu hans hrakað. Einnig hefur honum verið neitað um reglulegar fjölskylduheimsóknir og fékk fjölskyldan hans aðeins að hitta hann í fimm mínútur eftir mánuð í haldi.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.
SMS-félagar krefjast þess að Mahdi Ansari verði umsvifalaust leystur úr haldi án skilyrða þar sem hann er í haldi fyrir það eitt að nýta mannréttindi sín friðsamlega.
