Alþjóðadagur gegn fátækt beinir sjónum að mannréttindum og mannlegri reisn

Alþjóðlegur dagur gegn fátækt hefur verið haldinn frá árinu 1987. Megináhersla alþjóðadagsins þetta árið er að tryggja að fólk sem lifir í fátækt hafi eitthvað að segja í málum er snerta líf þeirra og hagsmuni.

„Breytingar geta ekki orðið ef fólk fær ekki tækifæri til að tjá sig og ræða um vandamál sín“

Michael Nyangi, Kibera, Nairobi

Alþjóðlegur dagur gegn fátækt hefur verið haldinn frá árinu 1987. Megináhersla alþjóðadagsins þetta árið er að tryggja að fólk sem lifir í fátækt hafi eitthvað að segja í málum er snerta líf þeirra og hagsmuni.

Nánar um alþjóðadaginn

Ýmsir atburðir eru fyrirhugaðir 17. október, á alþjóðadeginum. Þar á meðal eru götusýningar, kvikmyndasýningar og tónleikar.

Íslandsdeild Amnesty International sýnir myndina Human needs, human rights í tengslum við alþjóðadaginn (nánar)

Amnesty International mun taka þátt í málþingi um fátækt í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, en sýnt verður frá umræðunum á vef SÞ, www.un.org.

Þar verða komnir saman fulltrúar frá SÞ, Alþjóðabankanum og helstu félagasamtökum heimsins sem munu fjalla um fátækt og mannréttindi. Baráttufólk frá einstökum löndum verður einnig viðstatt, þeirra á meðal Michael Nyangi.

Michael býr í Kibera í Nairobi í Kenía, en Kibera er eitt stærsta fátækrahverfi heims, með 1.5 milljón íbúa. Hann rekur fyrirtækið Lomoro Microfinance organization. Michael Nyangi er lærður endurskoðandi og stofnaði Lomoro fyrir fimm árum, þegar hann var 23 ára. Yfir 150 manns starfa nú hjá fyrirtækinu og það hjálpar fólki að ráðast í fjárfestingar sem krefjast lítils fjármagns.