Alþjóðleg herferð: Let Children live

Börn á Gaza og Vesturbakkanum alast upp við óbærilegar aðstæður. Ofbeldið eykst og verður æ hræðilegra á meðan heimurinn horfir á og vonin dvínar. Frá því að hópmorðið hófst á Gaza höfum við reglulega fengið hryllilegar fréttir um þau fjölmörgu börn sem hafa verið drepin. Alþjóðlega herferðin Let Children Live snýr að baráttu fyrir þau börn sem eru enn á lífi. Herferðin er unnin í samstarfi Amnesty International við Barnaheill (Save the Children).

Minnum á hvað er að veði: Líf 2,38 milljóna barna sem eru enn á lífi á hernumda svæðinu í Palestínu. Fyrir herferðina fengum við í hendur lista yfir nöfn 1,2 milljóna þessara barna. Markmið okkar er að vekja vonina á ný. Við neitum að láta þessi börn verða að tölfræði. Við höldum nöfnum þeirra á lofti og krefjumst aðgerða. Kröfur okkar eru skýrar: Ísrael þarf að hætta að drepa, skaða og svelta palestínsk börn, aflétta herkví á Gaza og binda enda á ólögmætt hernám.

Höldum nöfnum barna á lofti

Vefsíðan www.letchildrenlive.com fór í loftið þann 28. ágúst. Þar er hægt að skrá sig til að fá nafni barns úthlutað. Þú færð fyrsta nafn og aldur palestínsks barns. Það gæti verið Omar 6 ára, Samira 9 ára og Leen 12 ára. Þitt hlutverk er að deila nafninu sem víðast til að minna á réttinn til lífs. Haltu nafninu á lofti með því að dreifa því á samfélagsmiðlum, úti á götu eða í þínu samfélagi.

Markmiðið er að minna á nöfn þessara 1,2 milljóna barna. Til að ná því þurfum við á sem flestum að halda. Taktu þátt og fáðu fleiri með þér.

Hápunktur alþjóðlegu herferðarinnar verður 13. september, daginn sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur sett lokafrest fyrir Ísrael til að binda enda á hernámið í Palestínu.

Fjöldafundur

Á Íslandi fær fólk einnig tækifæri til að taka þátt í herferðinni laugardaginn 6. september á fjöldafundinum ÞJÓÐ GEGN ÞJÓÐARMORÐI sem haldinn verður á Austurvelli.

Þjóð gegn þjóðarmorði 

Staðsetning: Austurvöllur í Reykjavík

Tímasetning: Laugardagurinn 6. september kl. 14-16

Að baki fjöldafundinum standa fjölmörg samtök og félög. Á meðal þeirra er Íslandsdeild Amnesty International ásamt verkalýðsfélögum, mannúðarsamtökum, fagfélögum og öðrum samtökum. Tilgangur fundarins er að krefjast tafarlausra og markvissra aðgerða íslenskra stjórnvalda til að bregðast við  hörmungunum á Gaza.

Íslandsdeild Amnesty International og Barnaheill verða á staðnum til að vekja athygli á herferðinni Let Children Live. Við verðum með tjald þar sem hægt verður að fá nafn barns til að skrifa á skilti og halda á lofti á fundinum, til áminningar fyrir leiðtoga heimsins um að gleyma ekki þessum börnum. Á bak við hvert nafn er barn sem er enn á lífi.

Ef þú skráir þig á vefsíðunni fyrir fjöldafundinn getur þú mætt í tjaldið til okkar og sýnt nafnið sem þér var úthlutað, og fengið hjá okkur spjald svo þú getir haldið nafninu á lofti á fundinum Þjóð gegn þjóðarmorði.

Við hvetjum ykkur öll til að mæta á þennan mikilvæga fund til að sýna afstöðu gegn hópmorðinu á Gaza og hjálpa okkur að halda á lofti nöfnum barna á hernumda svæðinu í Palestínu.

Þátttökufélög

  • AFL Starfsgreinafélag
  • Aflið – samtök fyrir þolendur ofbeldis
  • Aldan – stéttarfélag
  • Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
  • Amnesty International
  • AMSIS
  • Arkitektafélag Íslands
  • Ásatrúarfélagið
  • Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
  • ASÍ-UNG
  • Babúska Media
  • Bandalag íslenskra listamanna
  • Bandalag þýðenda og túlka
  • Barnaheill
  • Blakdeild Vestra
  • BHM
  • Blekfjelagið
  • BSRB
  • Byggiðn
  • Courage International
  • Danshöfundafélag Íslands
  • DíaMat – félag um díalektíska efnishyggju
  • Dögun – Ungir Sósíalistar á Akureyri
  • Druslugangan
  • Dýrið – Félag um réttinn til að mótmæla
  • Efling stéttarfélag
  • Eining-Iðja
  • ERGI – Félag Hinsegin Stúdenta á Norðurlandi / The Northern Queer Student Community
  • Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga
  • Feminísk fjármál
  • FÍL – Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum
  • FLB – Félag leikmynda- og búningahöfunda
  • Flugfreyjufélag Íslands
  • Félag áhugamanna um heimspeki
  • Félag Geislafræðinga
  • Félag leikskólakennara
  • Félag leikstjóra á Íslandi
  • Félag framhaldsskólakennara
  • Félag fornleifafræðinga
  • Félag iðn- og tæknigreina
  • Félag íslenskra listdansara
  • Félag íslenskra rafvirkja
  • Félag íslenskra safna og safnafólks
  • Félag íslenskra tónlistarmanna
  • Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
  • Félag kvikmyndagerðarmanna
  • Félag kynjafræðikennara
  • Félag leikskálda og handritshöfunda
  • Félag prestvígðra kvenna
  • Félag sjúkraþjálfara
  • Félag stjórnenda leikskóla
  • Félag starfsmanna stjórnarráðsins
  • Félag stjórnenda í framhaldsskólum
  • Félag tæknifólks
  • Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni
  • Félag þjóðfræðinga
  • Félagið Ísland-Palestína
  • Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra
  • Félagsráðgjafafélag Íslands
  • Framsýn stéttarfélag
  • FRS – Félag Rafiðnaðarmanna á Suðurlandi
  • Fríkirkjan í Reykjavík
  • FTA, FY
  • FTT – Félag tónskálda og textahöfunda
  • Grafía
  • Hagsmunasamtök brotaþola
  • Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna
  • Háskólafólk á Norðurlandi fyrir Palestínu
  • Háskólafólk fyrir Palestínu
  • Hið íslenska náttúrufræðifélag
  • Hugarafl
  • Iðjuþjálfafélag Íslands
  • IWW Ísland – Heimssamband verkafólks á Íslandi2
  • Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna
  • JKFÍ
  • Kennarasamband Íslands
  • Kling og Bang
  • Kjölur stéttarfélag
  • Kvenfélagasamband Íslands
  • Kvennahreyfing Samfylkingarinnar
  • Kvenréttindafélag Íslands
  • Landssamband lögreglumanna
  • Landvernd
  • Listasafn ASÍ
  • Listasafn Íslands
  • Listasafn Reykjavíkur
  • Læti! /Stelpur rokka!
  • Læknafélag Íslands
  • Mannfræðifélag Íslands
  • MATVÍS
  • Menningarfélagið Tjarnarbíó
  • MFÍK – Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna
  • Náttúrugrið
  • Náttúruverndarsamtök Íslands
  • No Borders Iceland
  • Nýlistasafnið // The Living Art Museum
  • Ofbeldisforvarnaskólinn
  • Palestínuverkefnið við Háskóla Íslands
  • Póstmannafélag Íslands
  • The Pigeon International Film Festival
  • Rafniðnaðarfélag Norðurlands
  • Rafiðnaðarsamband Íslands
  • Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum (RIKK)
  • Reykjavíkur Akademían
  • Rithöfundasamband Íslands
  • ROÐI – Ungir Sósíalistar
  • Rótin, félagasamtök
  • Röskva
  • ​​Sagnfræðingafélag Íslands
  • Sameyki
  • Samfylkingarfélagið í Reykjavík
  • Samtök Grænkera á Íslandi
  • Samtök hernaðarandstæðinga
  • Samtök kvikmyndaleikstjóra
  • Samtökin 78
  • Samtök um dýravelferð á Íslandi
  • Samtök um Kvennaathvarf
  • Sálfræðingafélag Íslands
  • Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi
  • SÍUNG
  • Sjómannafélag Eyjafjarðar
  • Skerpa
  • Skólastjórafélag Íslands
  • Sniðgönguhreyfingin fyrir Palestínu – BDS Ísland
  • Solaris Hjálparsamtök
  • Soroptimistaklúbbur Austurlands
  • Starfsmannafélag Kópavogs
  • Stéttarfélag Vesturlands
  • Stígamót
  • Stjórnarskrárfélagið
  • Stúdentar fyrir Palestínu
  • SUNN samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
  • Stúdentafélag Háskólans á Akureyri
  • Teiknistofan Óðinstorgi
  • Trans Ísland
  • Töfrateymið
  • Ung vinstri græn
  • Ungt Jafnaðarfólk
  • Ungmenni – Skólaverkfall fyrir Palestínu
  • Ungir umhverfissinnar
  • Ungmennaráð Unicef
  • Vatn er líf, áhugamannafélag.
  • Verkalýðsfélagið Hlíf
  • Verkalýðsfélag Grindavíkur
  • Viska
  • Vitund – Samtök gegn kynbundnu ofbeldi
  • VLFS
  • VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna
  • Vorstjarnan
  • Vonarbrú
  • VR
  • VSFK
  • WIFT Íslandi (Women in film and television)
  • W.O.M.E.N. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
  • Vitund – samtök gegn ofbeldi
  • Þingiðn
  • Þjóðkirkjan
  • Þroskahjálp
  • Þroskaþjálfafélag Íslands
  • ÖBÍ réttindasamtök