Amnesty-bíó

Amnesty-bíó þriðjudaginn 28. mars.
Amnesty International sýnir heimildamyndina

Amnesty-bíó þriðjudaginn 28. mars.

Amnesty International sýnir heimildamyndina “Schools in the crossfire”, sem fjallar um mannréttindabrot í borgarastyrjöldinni í Nepal, sem hefur nú geisað í 10 ár. Sérstaklega er horft á áhrif borgarastyrjaldarinnar á skólastarf í landinu, og þau mannréttindabrot sem kennarar og nemendur verða fyrir.

Sýningin verður í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, á þriðju hæð. Hún hefst kl. 20.00 og tekur sýningin 50 mínútur. Myndin er með ensku tali og ótextuð.

Eftir sýninguna gefst fólki kostur á að skrifa bréf til nepalskra stjórnvalda vegna mannréttindabrota í landinu.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Við hvetjum alla, félaga og aðra, að koma og fræðast um þetta gleymda stríð, og leggja sitt af mörkum í þágu mannréttinda.

Skrifstofan