Amnesty-bíó

Tvær áhugaverðar heimildamyndir í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna verða sýndar í Amnesty-bíó 11. mars kl 20.00

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir kvikmyndasýningu næstkomandi þriðjudagskvöld, 11. mars, kl. 20.00 í Hinu húsinu við Austurstræti í tengslum við Alþjóðlegan baráttudag kvenna þann 8. mars. Sýndar verða heimildamyndirnar Más allá del papel (Ekki bara orðin tóm) og Defending women, defending rights. (Verndum konur, verndum réttindi).

Más allá del papel er spænsk mynd sem fjallar á áhrifaríkan hátt um heimilisofbeldi á Spáni og þær hindranir og erfiðleika sem konur standa frammi fyrir er þær reyna að flýja úr ofbeldisfullum samböndum. Myndin Defending Women, defending rights er framleidd af Amnesty International og varpar ljósi á starf mannréttindafrömuða úr röðum kvenna í fimm löndum víðsvegar um heiminn. Myndin veitir m.a innsýn inn í mannréttindastarf kvenna í Kongó og Gvatemala.

Myndirnar eru samtals um klukkutími að lengd, með enskum texta, og verður kaffi á könnunni og umræður að sýningu lokinni.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.