Næstkomandi fimmtudagskvöld, 6. maí 2010, sýnir Íslandsdeild Amnesty International mynd Mathildu Piehl, The Kuchus of Uganda, í húsakynnum deildarinnar að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð og hefst sýningin klukkan 20:00.
Næstkomandi fimmtudagskvöld, 6. maí 2010, sýnir Íslandsdeild Amnesty International mynd Mathildu Piehl, The Kuchus of Uganda, í húsakynnum deildarinnar að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð og hefst sýningin klukkan 20:00.
Myndin greinir frá baráttu LGBT fólks í Úganda sem starfar í samtökunum SMUG (Sexual Minorities Uganda) en það heyir erfiða baráttu gegn hómófóbíu í landinu. Í myndinni fylgjumst við m.a. með nokkrum félögum í samtökunum heimsækja læknanema sem stunda nám í einum stærsta háskóla landsins. Tilgangur heimsóknarinnar er að efla upplýsta umræðu um málefni LGBT fólks í Úganda en læknanemarnir láta í ljós fádæma fáfræði og fordóma. Eins og einn félagi SMUG samtakanna bendir á mættu samkynhneigðir oft skilningi og umburðarlyndi í Afríku fyrir tíma nýlendustefnunnar.
Félagar í SMUG tóku upp hugtakið Kuchus sem vísun í sjálfa sig sem samkynhneigða einstaklinga.
Myndin hlaut Derek Oyston verðlaunin í mars á þessu ári.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
