Næstkomandi fimmtudagskvöld, 12. nóvember, sýnir Íslandsdeild Amnesty International myndina The Yes Men í húsakynnum deildarinnar að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð og hefst klukkan 19:00.
Næstkomandi fimmtudagskvöld, 12. nóvember, sýnir Íslandsdeild Amnesty International myndina The Yes Men í húsakynnum deildarinnar að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð og hefst sýningin klukkan 19:00. Myndin er á ensku og ótextuð.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Myndin fjallar á gamansaman hátt um tvo félaga sem nota háðsádeilu til að vekja athygli á skuggahliðum alþjóðavæðingarinnar.
Nánari upplýsingar um myndina
Brot úr myndinni
Í lok myndarinnar gefst gestum kostur á að þrýsta á Shell vegna mannréttindabrota í Nígeríu og Dow vegna Bhopal-slyssins.
