Amnesty-bíó

mánudaginn 27. febrúar verður Amnesty-bíó. Þá sýnir Amnesty International heimildamyndina

mánudaginn 27. febrúar verður Amnesty-bíó. Þá sýnir Amnesty International heimildamyndina “The drilling fields”, sem fjallar um mannréttindabrot og olíuvinnslu í Nígeríu. Sýningin hefst kl. 20.30 og tekur sýningin 50 mínútur. Myndin er með ensku tali og ótextuð.Eftir sýninguna gefst fólki kostur á að skrifa bréf til forstjóra Shell og Chevron vegna mannréttindabrota í Nígeríu, sem fyrirtækin eru talin tengjast.Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.Við hvetjum alla, félaga og aðra, að koma og fræðast um fyrirtæki og mannréttindi, og leggja sitt af mörkum í þágu mannréttinda.